Húsfreyjan - 01.04.1964, Síða 12

Húsfreyjan - 01.04.1964, Síða 12
 Helga Magnúsdóttir: Okkar á milli sagt Nú hefir Vetur konungur, einn hinn mildasti sem ríkt hefir, horfið á braut og sumarið heilsað á ný með hækkandi sól og hlýju. Græna grasið breiðir sig um grundir og móa og tré og runnar brosa mót sólu. Víða eru blóm út- sprungin í görðum og upp til fjalla hafa fundist jurtir í sumarskrúða. Haf- ið var gjöfult og ungir og gamlir hafa unnið dag og nótt að nýtingu aflans, má þar með sanni segja að vinnufúsar hendur hafa bjargað miklum verðmæt- um. Nú fara héraðssamböndin að til- kynna aðalfundi sína, sem flestir eru haldnir að vorinu. Vil ég biðja sam- bandsstjórnir að senda skrifstofunni strax að afloknum fundum skýrslur yfir ársstarfið og þau námskeið sem haldin hafa verið bæði á vegum sam- banda og einstakra félaga á árinu 1963, ásamt afloknu og fyrirhuguðu fræðslu- starfi þessa árs. Þá fyrst er hægt að draga saman fréttir um heildarstarfið. Eins og frá var skýrt í haust hefir ,,Leiðbeiningarstöð húsmæðra“ að Laufásveg 2 starfað í vetur og veitt ókeypis leiðbeiningar þeim, sem til hennar hafa leitað. Eru það bæði konur og karlar, sem hringja í síma 10205 og óska leiðbeininga, en margir koma einnig og fá að líta á ýmislegt, er varð- ar innréttingu eldhúsa, innkaup heim- ilisvéla ofl. Utan af landi hafa borist bréf frá ýmsum aðilum, sem óska upp- lýsinga um sitt af hverju. Ennþá er viðtalstíminn aðeins frá 3—5 alla virka daga nema laugardaga, en með auknum vinsældum stofnunarinnar er nauðsynlegt að hann verði lengri og væri þá æskilegt að hægt væri að veita meiri þjónustu t.d. með því að híbýla- fræðingur væri til viðtals einn dag í viku. 1 síðasta þætti minntist ég á, hversu erfitt væri að fá sníða- og saumakenn- ara til hinna ýmsu sambanda og félaga víðs vegar um landið og þá hugmynd að halda sníðanámskeið hér í Reykja- vík fyrir konur frá héraðssamböndun- vun, sem svo aftur leiðbeindi heima fyrir. Eftir að hafa leitað álits sambands- formanna var stofnað til slíkra nám- skeiða. 13 konur frá 10 samböndum sóttu námskeið hjá frú Sigrúnu A. Sigurðardóttur, og 3 konur frá 3 sam- böndum námskeið hjá Verzl. Pfaff (hið svonefnda Pfaffkerfi). Því miður gátu ekki öll sambönd notfært sér þessa kennslu, höfðu enga konu, sem vildi taka að sér kennslu að námi loknu. Á þessum námskeiðum greiddi K.í. kennslugjaldið, en stjómir viðkomandi sambanda völdu nemendurna með það fyrir augum, að þeir leiðbeindu síðar heima fyrir. Hafa margar þessar kon- ur haldið námskeið hver á sínu sam- bandssvæði nú í vor við góðan árang- ur. 10 HÚ0PREYJAN

x

Húsfreyjan

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Húsfreyjan
https://timarit.is/publication/831

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.