Húsfreyjan - 01.04.1964, Blaðsíða 14

Húsfreyjan - 01.04.1964, Blaðsíða 14
FRÁ LEIÐBEININGASTÖÐ HÚSMÆÐRA Flekkótt silfur og silfurfægiefni Röng notkun á þvottaefnum getur valdið djúpum blettum á silfri, sem ekki nást af me& fœgiefni, og þarf þái að slípa þá af með vélum. NotiS ákveðið og hóflegt magn, ekki „upp á slump“. Rannsóknir liafa farið' fram á efnum og aðferðum við að fægja silfur, bæði í Stokk- liólmi og Osló. Oft liafa horizt fyrirspurnir um þessi efni, t. d. hvort þau væru nokkuð skaðleg fyrir silfrið o. fl. í sambandi við ný fægiefni, sem koma fram. Silfrið er dýrt og kallast góðmálmur, það er einnig tiltölulega haldgott gagnvart kemiskum áhrifum, en þó eru sérstök efni, sem hafa áhrif á það, svo sem brennisteinn, er myndar efnasam- bandið silfursúlfíð á silfrinu við vissar að- stæður. Allir þekkja hvernig silfurskeiðar dökkna, þegar borðað er egg með þeim eða þær liggja í liveravatni. í báðum tilfellun- um er það brennisteinn, sem veldur dökkv- anum. Einnig liefur verið kvartað yfir dökk- um blettum sem koma fram á silfurborð- búnaði við uppþvott, þar sem liveravatn er hvergi nærri. Þessir blettir (korrosion) eru erfiðari en venjulegur dökkvi á silfrinu, og nást ekki af við venjulega fægingu. Mönnum hefur dottið í liug, að þeir stæðu í sambandi við liin nýju uppþvottaefni. Tilraunir með uppþvott á silfri liafa leitt í ljós, að þessir flekkir koma ekki fram, þegar notaðir eru sápuspænir eða sódi við uppþvottinn, (eins og gert var nær ein- göngu fyrir stríðið) og að önnur þvottaefni, sem nú eru aðallega notuð við uppþvott valda heldur ekki þessum dökku flekkjum eða „korrosion“, ef þau eru 1101118 í réttu magni (samkv. fyrirmælum) og leyst full- komlega upp í þvottavatninu (þvottalögur- inn er að þessu leyti auðveldastur í notk- 1111). Röng notkun þvottaefnanna veldur þessum svörtu flekkjum, þ.e.a.s. ef notað er of mikið og þau illa leyst upp, eða það sem er enn verra, að dreifa þurru þvottaefninu heint á silfurborðbúnaðinn. Það hefur einn- ig komið fram, að mjög er óheppilegt að láta silfrið liggja lengi kyrrt í uppþvotta- vatni, sem sápa er í. Salt í uppþvottavatn- inu er einnig óheppilegt og eykur á inynd- un dökku flekkjanna, en það er t. d. í mat og matarleyfum. Mörg hin nýju þvottaefni verka jafn vel, hvort sem notaðir eru fáir dropar af þeim eða heil matskeið. Mynd aj silfurskeit) með hinum sérstöku dökku hlettum, sem koma jrum við ranga notkun á þvotla- ejnum. 12 HÚSFREYJAN

x

Húsfreyjan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Húsfreyjan
https://timarit.is/publication/831

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.