Húsfreyjan - 01.04.1964, Qupperneq 16

Húsfreyjan - 01.04.1964, Qupperneq 16
geyma í sérstökum hulstrum. Fáanlegur er pappír, sérlega ætlaður til að geyma í silf- ur, og lilífir því vel. Látið silfurmuni ekki standa lengi óþvegna né bíða í matarleifum eða matinn bíða að óþörfu á silfurfötum. Látið silfurmuni og stálmuni ekki liggja saman í bleyti, þeir bafa ólieppileg ábrif livorir á aðra, og valda þá flekkjum og jafn- vel skemmdum hvorir á öðrum. Hrcinsiefni á silfur: Flokkur A Argol Fubrima puts Glitto International Silver Polisli Silverkatten Silvo Sterling Surprice Ge-Hallin Zing Flokkur B Dura-glit Fama Harens Krokusvadd Town Talk Wool Wipsy Flokkur D Dokton Flittiga Lisa Ilarens Krokusduk Silbo Sterling Flokkur E 1002 S 51 Silvano Silver Quick Blend Flokkur F Lyster Heimildir: Rád og Resultater, nr. 2 — 1962. Rád och Rön, nr. 9 — 1960 og Forbrukerrapporten, nr. 4 — 1963. Framhald á bls. 35. Notið bleikivatn og klór með varúð Notið hœfilegt magn af þvottaefni. Ofnotkun á klóri er afturför í þvottatœkninni! Nýlega hafa birzt á Norðurlöndunum varnaðarorð til húsmæðra við ofnotkun á bleikiefnum á þvott. Tvenns konar bleikiefni eru í notkun, klórbleikivatn og perborat. Notkun á klórbleikivatni er nokkuð varhugaverð, og það er komið tmdir hitastigi og óhreinindum, hve mikið magn á að nota og hve lengi þvotturinn þarf að liggja í því. Mjög erfitt er að segja fyrir um þetta af nákvæmni og því er talið að þessi aðferð til að fá þvottinn hvítan sé of erfið og vandasöm fyrir hús- mæður, ef ekki á að fylgja henni hætta á óþarfa sliti á þvottinum. Óbundið (óstabiliserað) perborat hefur einnig eyðileggjandi áhrif á vefjarefni. En flest öll þvottaefni sem hér eru seld inni- halda bundið perborat, þ.e.a.s. þá verkar það ekki fyrr en við háan hita og skaðleg áhrif þess á vefjarefnin verða svo lítil sem mögulegt er. Ef við óskum eftir að fá sérstaka bleikingu á þvottinn, kannske vegna ljótra bletta eða vegna þess að þvotturinn er grár og óbragðlegur, er hægt að þvo af sérstakri natni, t.d. með því að hita vel og þvo nokkru lengur en venjulega, en þó ekki lengur en í 15 mín. og hita ekki hærra en í 90°C. Notið hæfi- legt magn af þvottaefni, ekki of lítið — þá verður vatnið stamt og froðulaust, ekki heldur of mikið — þá freyðir sápan út yfir vélina og mekaniskar verkanir vél- arinnar njóta sín ekki. Hafið hæfilega mikið í vélinni, vigtið þvottinn af og til i vélina, sé of litið í tunnuvélunum, slíta þær meira en þörf er á. Sé hins vegar of mikið í þvælis- eða þeytispjaldsvélum þvo 14 HÚSFREYJAN

x

Húsfreyjan

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Húsfreyjan
https://timarit.is/publication/831

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.