Húsfreyjan - 01.04.1964, Blaðsíða 18

Húsfreyjan - 01.04.1964, Blaðsíða 18
heimilisþóttur UIVI GRÆNMETI Utvarpserindi 14/4 1964 Nú er þegar kominn tími til að fara að hugsa fyrir grænmetisræktinni. Mér er hún efst í huga vegna þess hve mikilvægt það er að auka neyzlu grænmetis. Fátt gefur eins mikla tilbreytni í daglegu fæði og það að geta boðið uppá ýmsar teg- undir grænmetis og garðmatar. Það er eins og fiskurinn og kjötið verði annar og ennþá betri matur, þegar litskrúðugt grænmeti og salöt eru framreidd með. En þar sem flestum finnst dýrt að kaupa grænmeti er um að gera fyrir alla sem ráð hafa á garðbletti eða landi að rækta sjálfir, þó ekki sé nema fáar tegundir, þær sem auðræktaðar eru og ekki krefjast mikillar umhirðu. Ef grænmeti á að ná þeim sessi, sem því ber meðal fæðuteg- undanna, þurfa sem flestir að eiga í garði sínum grænmetisbeð með þeim auðrækt- uðu og fljótsprottnu jurtum, sem bezt þrífast hér. Ráðlegt er að byrja á að rækta það, sem gefur vissa uppskeru, en láta það vandmeðfama og sjaldgæfa bíða, þar til nokkur reynsla er fengin. 16 HÚSPRETJAN

x

Húsfreyjan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Húsfreyjan
https://timarit.is/publication/831

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.