Húsfreyjan - 01.04.1964, Síða 19

Húsfreyjan - 01.04.1964, Síða 19
Ekki er það ætlirn mín að lýsa nú rækt- un grænmetis almennt eða meðferð ein- stakra tegunda, til þess þarf meiri kunn- áttu og lengri tíma en ég ræð yfir. Til er mjög góð handbók og þægileg fyrir áhugamenn á þessu sviði, hún heitir Mat- jurtabókin, ritstjóri hennar er Ingólfur Davíðsson grasafræðingur. Kom II. út- gáfa bókarinnar út árið 1958. Þar er að finna bæði nauðsynlegustu leiðbeiningar um ræktun matjurta almennt, og einnig er þar lýst öllum algengustu grænmetis- tegundum og sagt fyrir um ræktun þeirra. Matjurtabókin gefur svör við mörgum spumingum, einnig fyrir þá, sem nokkra reynslu hafa, þvi að alltaf er handhægt að geta flett upp vafaatriðum og rifjað upp það sem e.t.v. hefur fallið í gleymsku. (Einnig má minna á fræðslurit Búnaðar- félags íslands um matjurtagarða). Ég veit ekki hvort húsmæður gera sér almennt ljóst, hve mikilvægt það er að neyzla grænmetis og garðávaxta aukist. Vafa- laust má telja fæði okkar gott á margan hátt. Nóg er notað af fiski, kjöti og mjólk- urvörum, og þar með er ekki skortur á fullgildum eggjahvítuefnum. Lýsi, síld og annar feitur fiskur á að gefa okkur það sem þarf af fitufylgjandi vitamínum, ef ekki skortir vit eða framtak til að hag- nýta þann gnægtabrunn. En það sem einkum er athugavert og þyrfti að breyt- ast er hin óeðlilega mikla sykur- og sæta- brauðsneyzla. Þær venjur þarf að leggja niður, en láta grænmeti og ávexti koma í stað vítamínsnauðrar kolvetnafæðu. Of- fitan og þeir margháttuðu kvillar sem henni fylgja eru vafalaust, að nokkru leyti, afleiðing rangra neyzluvenja, mat- urinn er of þungur, feitur og sætur fyrir allan þorra þeirra manna, sem ekki stund- ar erfiðisvinnu. Með því að auka þátt grænmetisins í fæðunni, en draga jafn- framt úr sykur- og fitumagni þess mætti lagfæra þetta. Með því yrði fæðið einnig steinefnarikara og meira fengist af vita- mínum, einkum þeim sem frekast er hörg- ull á, vatnsleysanlegu vítamínunum (B og C). Lifnaðarhættir fólksins hafa breytzt svo mjög á síðustu árum að breytingar á mataræði hljóta að fylgja í kjölfarið. Stritvinna krefst mikillar orku, okkur finnst skiljanlegt að þeir sem hana stunda þurfi stóra skammta af orkuríkum mat. Þeir sem lítið reyna á sig þurfa sjálfsagt minni skammt, en þeir þurfa ekki ein- ungis minni skammt, heldur öðruvísi mat, léttari, auðmeltari og vítamínauðugri. Þetta þurfa húsmæður að vita, svo að þær skilji hve grænmetið er ómissandi liður í mataræði nútímamanna. Það eru ekki alltaf dýrustu matjurtim- ar, sem veita mesta hollustu og bæta fæð- ið öðrum fremur. Fyrstu nýju kartöflurn- ar eru t.d. eitthvað það bezta í allri árs- tíðabundinni tilbreytingu í mataræði. E.t. v. höfum við haft nokkuð fyrir því að fá þær snemma, sett þær fyrst niður vel spiraðar í potta eða mjólkurhyrnur inni, fært þær út þegar frosthætta var hjá lið- in, i þurran og hlýjan garð. Nýuppteknar kartöflur eru mjög C-vítamínauðugar, fín- asta bragðið af nýjum kartöflum hverfur eða breytist fljótt, svo að þeir sem ekki hafa átt þess kost að taka upp kartöflur og sjóða þær samstundis vita ekki hvern- ig það er. Því hefir, illu heilli verið komið inn hjá almenningi að kartöflur séu mjög fitandi, en með því að líta í næringarefna- töflu má sannfærast um að orkumagn þeirra miðað við þyngd er lítið, borið saman við orkuríkar fæðutegimdir, svo sem sykur, kornmat, brauð eða kjöt. Mörgum er það áhyggjuefni að geta ekki notað ávexti daglega í jafn ríkum mæli og heilsufræðingar ráðleggja. Ein er sú matjurt, sem rækta má með góðum ár- angri hvar sem er á landi hér og fyllilega jafnast á við beztu ávexti um C-vítamín- innihald, en það er gulrófan. Kálmaðkur-. inn spillti á tímabili fyrir gulrófnarækt- inni, en nú eru til handhæg meðul til að halda honum niðri, og ætti því að vera hægt að rækta þessa hollu og bragðgóðu matjurt í hverjum garði og nota hana bæði hráa og soðna í ríkum mæli. C-víta- mín í kartöflum gengur mjög til þurrðar HÚSPBEYJAN 17

x

Húsfreyjan

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Húsfreyjan
https://timarit.is/publication/831

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.