Húsfreyjan - 01.04.1964, Qupperneq 20

Húsfreyjan - 01.04.1964, Qupperneq 20
Álegg á kvöldborðið. Matarafgöngum má koma fyrir á svona stóru fati, og það lítur skemmtilega út, þegar grænmeti er haft með þeim. Á þessu fati er ýmis konar álegg, svo sem hrátt salat, egg, tómatar, pylsusneiðar o. fl. við geymslu, í rófum heldur það sér aftur á móti mjög vel. Það er mjög áríðandi að ofsjóða hvorki rófur né kartöflur, því að bragð þeirra og næringargildi spillist mjög við langa hitun, áhrif lofts og geymslu eftir suðu, því má aldrei sjóða kartöflur eða rófur nema til eins máls í senn, né sjóða þær svo snemma að þær geymist soðnar. Næpur og hreðkur verða einna fyrst ætar af því sem sáð er í garðinn, þá er um að gera að nota þær um leið og þær þroskast, því að þær tréna fljótt og verða óætar. Nokkuð vandhæfi er á því að rækta flestar káljurtir, þroskatími þeirra er svo langur, að þeim verður að koma á legg með ylræktun snemma vors, ef þær eiga að gefa uppskeru, einnig þurfa þær mikið vaxtarrými, áburð og ljós. Flestir kjósa þvi að kaupa kálplöntur á garðyrkju- stöðvum og planta þeim í garðinn. Ein er þó sú káltegund, sem sá má úti og rækta með litilli fyrirhöfn og góðum árangri svo að segja hvar sem er, jafnframt því er hún vítamínauðugustu og að flestu leyti nær- ingarríkust allra káltegvmda, stendur langt fram á vetur í garðinum og er vel fallin til að geymast í frosti allan ársins hring. Það er grænkálið. Margar græn- metistegundir eiga vel við fisk, en græn- kál þó bezt af öllu, það er jafn gott hvort heldur er með soðnum eða steiktum fiski, fiskbollum eða fiskbúðingi, og með salt- fiski er það ómissandi. Grænkál þarf að vera í hverjum einasta garði, því að það er ekki vel fallið til flutninga eða geymslu nema í frosti. Allt grænmeti er bezt beint úr garðinum, geymsla og flutningur rýrir gildi þess hvernig sem að er farið. Þar sem garðland er mjög takmarkað má sá grænkálinu nokkuð þétt, en nota plönt- 18 HÚSFRHYJAN

x

Húsfreyjan

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Húsfreyjan
https://timarit.is/publication/831

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.