Húsfreyjan - 01.04.1964, Síða 28

Húsfreyjan - 01.04.1964, Síða 28
Blöð úr gömlum sjónabókum. Tvö blöð úr Þjms. Þ. Th. 116, bl. 44 og 49, og hluti af blaði úr Þjms. 1105. Efri blöðin eru dregin upp í litum. Ljósm.: Gísli Gestsson. Nútíma konur munu fáar treysta sér til að sauma stór klæði þakin augnsaumi, en smádúkur eða sessa, með auðum grunni, er ólíkt viðráðanlegra verkefni, og eru munstur þau, sem birtast í sjóna- bókinni að þessu sinni, einkum valin með þetta fyrir augum. Eitt munstrið, efst til vinstri á uppdrættinum, er sýnt hér saum- að með bómullargarni (svonefndu vef- garni) í lítinn hördúk, en sama munstur, saumað í ferning af ca. 45—50 sm breið- um ullarjafa, yrði nálægt því jafnstþrt á fletinum hlutfallslega. Þetta munstur er úr gamalli, íslenzkri sjónabók, ef til vill frá 17. öld (Þjms. 1105). í sömu bók er einnig að finna, á lausu blaði, uppdráttar- hluti sá, sem munstrið efst til hægri er gert eftir (sjá meðfylgjandi mynd af blöðum úr gömlum sjónabókum). Munstrin tvö fyrir neðan eru gerð eftir uppdráttum á blöðum úr sjónabók frá lok- um 18. eða byrjun 19. aldar (Þjms. Þ. Th. 116), sem virðast hafa verið ætlaðir í hnakksessuborð, e.t.v. augnsaumuð eða flosuð (sjá mynd). Siðara munstrið, átt- hyrndi ramminn með laufabekknum, færi sérlega vel í lítinn dúk. Neðst til hægri er bekkur gerður eftir rammanum fyrir ofan, en svo sem augljóst er, er þar um sama uppdrátt að ræða og á bekknum til vinstri, sem dreginn er eftir fléttusaums- ábreiðu frá um 1700, ,,Riddarateppinu“ svonefnda (Þjms. 800). E. E. G. 26 HÚSFBBYJAN

x

Húsfreyjan

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Húsfreyjan
https://timarit.is/publication/831

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.