Húsfreyjan - 01.04.1964, Page 33

Húsfreyjan - 01.04.1964, Page 33
2. mynd Þar sem gluggi og dyr eru hlið við hlið er snotrast að setja tjöld fyrir það sem eina heild. A neðri myndinni eru einungis þliðartjöld liengd upp undir Irélista, er þá liægt að ganga um dyrnar óhindrað. Efri myndin sýnir flóknari uppsetningu og ekki eins snotra. Þvoið gluggatjöld úr gerviefnum mjög varlega (næ- lon, orlon, dralon, terilín o. fi.). Þvoið þau úr vægu, volgu sápuvatni. Hafið vatnið tiltölulega mik- ið, hreyfið tjöldin vægilega, kreistið þau ekki þann- ig að skörp hrot komi í þau. Takið tjöldin upp úr sápuvatninu og setjið þau beinl í skolvatnið. Látið þvottinn taka sem stytztan tíma, lielzt ekki meira en fáeinar mínútur. Gott kann að vera að setja glyc- erin (1—2 matsk. í stórt vaskafat) í skolvatnið til þess að draga úr því að efnin verði rafmögnuð. Vindið tjöldin ekki, en dragið þau rennblaut upp úr skolvatninu, látið síga úr þeim bleytuna, en hengið þau síðan fyrir gluggana. 3. mynd Þar sem gluggar eru 2 saman getur verið snoturt að hengja fyrir J)á sem einn væri. Ef tjöldin eru liengd upp eins og sýnt er á vinstri myndinni, sýnast gluggarnir hæði hærri og mjórri, og er það ekki eins snoturt. Heimildir: F-rapporten, 1 - 1961 og Dúkur og garn. HÚSFREYJAN 31

x

Húsfreyjan

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Húsfreyjan
https://timarit.is/publication/831

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.