Húsfreyjan - 01.04.1964, Qupperneq 34

Húsfreyjan - 01.04.1964, Qupperneq 34
vel, séu ljósekta og þoli þvott eða lireinsun. Litir tjaldanna verða að fara vel við aðra liti í stofunni, og lieppilegast er að tjöldin séu í fáum litum og einföld að allri gerð. Séu margir litir fyrir í stofu, er oft fallegast að tjöldin séu einlit. Marglit tjöld fara bet- ur fyrir stóruin gluggum en litlum og eiga líka betur við í stórum stofum. Séu mörg blóm í glugga, fer betur á að liafa einlit tjöld fyrir lionum eða þá tjöld með mildum röndum. Glugginn virðist hærri með lang- röndóttum tjöldum, en breiðari með þver- röndóttum. Gul gluggatjöld eru hlýleg og liæfa vel fyrir norðurgluggum og veita sólskinsblæ á lier- bergin. Gulgræn tjöld verða þó stundum leiðinleg og súr á svip í Ijósi. RauS gluggatjöld eiga ekki beima í litlum stofum en verka róandi í stórum og björtum stofum. Gram og bláleit tjöld, sem ekki eru mjög dökk, eru þægileg fyrir augað og hæfa vel í svefnherbergi, barna- eða vinnuberbergi. Svört eða mjög dökkblá tjöld eru varliuga- verð og dapurleg og eiga sjaldan rétt á sér. Þar sein aðeins einn gluggi er á stofu, verða tjöldin alltaf í dálitlum skugga og virðast því nokkru dekkri en þau í rauninni eru. Netofin og gisin bör- eða ullartjöld eru mikið notuð ein sér, gefa þægilegan blæ og skýla fyrir innsýn, þegar þau eru dregin fyrir. Margs konar ný efni liafa nú komið fram og þykja lientug í gluggatjöld. En þó eru bómullar- og liörtjöld lientug liliðartjöld, |iar sem oft þarf að þvo þau. Minnizt þess að bómullartjöld lilaupa oft 5—15 cm/1 m í fyrsta þvotti. En nýju efnin eru mjög sterk og mörg mjög auðveld og fljótleg í þvotti. Veljið þau af gaumgæfni, þar eð þau níunu endast lengi. Margar verzlanir lána heim lengjur af efninu, svo að liægt sé að bera þær við í stofum og hugsa málið vel. Skoð- ið efnin bæði í dagsljósi og rafljósi. Farsæl- ast mun reynast að velja einföld efni og sem einfaldasta uppsetningu. Efni í gluggatjöldum og meðferð þeirra EFNI: BRUNAPRÓFUN: H ITASTIG VIÐ ÞVOTT: STYRKLEIKI ÞEGAR BLAUTT: ÞURRKUN: SLÉTTUN: ULL Brennur hægt, lyktar eins og svið- ið hár, en askan verður svört og stökk. Upp að 35°C Gluggatjöld er gott að láta í hreinsun. Um 10% veikara vott en þurrt Þolir sól og hita. Pressað með röku stykki. BÓMULL Brennur hratt með ljósum loga og með sömu lykt og pappír. Nægilegt hita- st. 85 — 90°C, en þolir upp að 100°C. Um 30% sterkara vott en þurrt. Þolir sól og hita. þolir hita upp að 140°C. HÖR Brennur eins og bómull, en heldur hægar, og með sömu lykt. Upp að 60°C. Um 10% sterkara vott en þurrt. Þolir sól og hita. þolir hita upp að 130°C. VISKOSA- OG KOPARREION Brennur eins og bómull og með sömu lykt. Upp að 40°C. Um 50% veikara vott en þurrt. þolir ekki hita né sterkt sólskin. þolir hita upp að 130°C. ASETAT REION Brennur hratt, askan líkist svörtu innsiglislakki, með edikslykt. Upp að 35°C. Um 35% veikara vott en þurrt. -- þolir hita upp að 90°C. NYLON PERLON Bráðnar áður en brennur. Askan verður hnöttótt, með seljurótar- lykt gljáandi og mjög hörð. Upp að 65°C. Um 10% veikara vott en þurrt. -- Má ekki strjúka með heitu járni. ORLON AKRILAN DRALON Bráðnar og brennur í einu og verð- ur að dökkum hörðum kekki — með Cyanið-lykt. Upp að 40°C. Um 5% veikara vott en þurrt. Þolir sól og hita. Má ekki strjúka með heitu járni. TERILÍN DAKRON Brennur treglega, slokknar í því sjálfkrafa, og verður að hörðum, dökkum klump. Upp að 40°C. Álíka sterkt vott og þurrt Þolir ekki mikinn hita né sterka sól. Á ekki að strjúka það, en þolir allt að 135°C. F.-rapporten, nr. 1-1961. 32 HÚSFREYJAN

x

Húsfreyjan

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Húsfreyjan
https://timarit.is/publication/831

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.