Húsfreyjan - 01.04.1968, Page 5

Húsfreyjan - 01.04.1968, Page 5
Husfreyjjari Reykjavík apríl-júní 1968 Útgefandi: Kvenfélagasamband íslands 2. tölublað 19. árgangur Á rökstólum SigríSur Thorlacius Freyja Nordahl Hallveig Arnalds Svava Jakobsdóttir Eiga kvenfélög rétt á sér? Að Jjví er ég bczt veit, J)á varð' Húsfreyjan fyrst rita á íslandi til J>ess að' fá lítinn hóp til að ræð- ast við um ákveðið efni og liafa umræðurnar hirzt undir hinu sameiginlega lieiti: Á rökstólum. Fyrsti Jtátturinn hirtist fyrir réttum sex árum í 2. hefti 13. árgangs. Alls hafa sex þættir verið gerðir mcð J)essum hætti og sá sjöundi var þannig unninn, að konum víð's vegar um land voru sendar spurn- ingar, senr ]>ær svöruðu skriflega. Nú hefjum við enn rökstólaþátt. Þá ræðast við Freyja Nordahl, formaður Kvenfélagasambands Gullbringu- og Kjósarsýslu, Svava Jakobsdóttir, ritliöfundur, Hallveig Arnalds, kennari og Sig- ríður Thorlacius. S. T. I upphafi þessa spjalls ætla ég að biðja ykkur að svara þessari spurningu:' Teljið þið að kvenfélög eigi rétt á sér í nú- tíma þjóðfélagi? S. J. Ég vil fyrst taka fram, að ég tel okkar þjóðfélag alls ekki vera raunveru- legt nútímaþjóðfélag m. a. vegna þess, að við höldum enn í verkaskiptingu, sem hið .gamla bændaþjóðfélag byggðist á, en á engan rétt á sér í nútímanum. óeðlileg verkaskipting milli kynjanna helzt við vegna þrýstings, sem að leggst á öllum stig- um þjóðfélagsins og hefst strax á verklega náminu í barnaskólunum, þar sem drengj- um og stúlkum er fyrirfram ætlað að læra sína greinina hverjum — stúlkunum sauma og. matreiðslu, drengjunum smíðar o.s.frv. t því þjóðfélagi framtíðarinnar, sem ég sé í hyllingum, tel ég að kvenfélög muni verða óþörf og ég tel það óæskilegt, að ástandið skuli kalla á að konur séu í sér- félögum. F. N. Þetta er bein spurning og ég svara því afdráttarlaust, að kvenfélög eigi rétt á sér, eins og ástandið er nú. Ég styð þá full- yrðingu með þeim rökum, að sameining HÚSFRETJAN 1

x

Húsfreyjan

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Húsfreyjan
https://timarit.is/publication/831

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.