Húsfreyjan - 01.04.1968, Qupperneq 7

Húsfreyjan - 01.04.1968, Qupperneq 7
að þeirra bíður flestra barnauppeldi og heimilisstörf. S. T. Stundum finnst mér að það sé litið á það sem óþurftarverk í þjóðfélagsins garð að ala börn og því eigi síður en svo að hygla konum fyrir það. S. J. Mig langar að víkja að því, að mér finnst stundum gæta misskilnings á við- borfi mínu þegar ég mæli gegn kvenfélög- um. Þau liafa sannarlega gert gagn og það þarf ekki að lialda uppi vörn fyrir það, sem þau hafa gert. Það sem ég segi, mótast alls ekki af lítilsvirðingu á þeim störfum, lieldur er ég að mótmæla þeirri grund- vallar skiptingu eftir kynferði, sem þau tákna. Ég álít, að bæði kynin eigi að geta unnið saman. F. N. I sumum félögum vinna þau sam- an, slysavarnarfélögin eru t. d. víða blönd- uð. S. T. En jafnvel í stjórnmálaflokkum er skipt eftir kynjum. S. J. Er það ekki snefill af minnimáttar- kennd, sem knýr konurnar til þess að verja kvenfélögin? F. N. Ekki vil ég viðurkenna það. Gagn- ið af starfi í kvenfélagi liggur ekki alltaf í augum uppi. Ef litið er til sveitakvenfé- laganna, eins og þar sem ég þekki bezt til, mun það' ekki óalgengt, að þar starfi kon- ur, sem ekki bafa átt kost mikillar skóla- menntunar. Þær taka fyrst þátt í almenn- um félagsstörfum kvenfélagsins, komast þar kannski til forustu, finna þar verkefni, sem þær ráða við, en treysta sér ekki til að beita sér á víðara vettvangi. Þá munu margar þessar konur beita sér ákafar fyrir því, að dælurnar njóti meiri menntunar til þess að þær losni við erfiðleikana, sem þær sjálfar liafa ekki komizt yfir, en feng- ið skilning á vegna þess félagsþroska, sem þær öðluðust í kvenfélagsstarfinu. S. J. Mynduð þér segja, að þetta gæti ekki gerzt í sameiginlegu félagi karla og kvenna ? F. N. Jú, líklega gæti það gerzt, en ég held að konurnar komist síður að raun um mátt sinn í þannig félögum. Þeim er yfir- leitt ekki hampað. En ég þekki bezt starf kvenfélaga eins og þeirra, sem eru í Kven- félagasambandi íslands og í þeim liafa konur um land allt t. d. sýnt þann félags- þroska, að þegar orlofslögin voru sett, þá var í svo að segja liverjum breppi kvénfé- lag, sem af myndarskap gat tekið að sér framkvæmd þeirra mála. S. J. Eru þetta ekki lnismæðrasamtök? Viðlialda þau ekki þeirri bjátrú, að hús- mæður séu stétt, sem þær alls ekki eru? Geta ekki einmitt ábrifin frá kvenfélögun- um lialdið konunum burtu frá þátttöku í almennum málum þjóðfélagsins? F. N. Ég lield að konur muni alltaf vilja lialda saman og styðja liver aðra, bera saman liugðarefni sín og leysa sameigin- lega persónuleg og félagsleg vandamál. H. A. Mér finnst að kvenfélög muni geta orðið neikvæð, ef þau verða eina útrásin fyrir félagsþörf konunnar, svo að bún leiti ekki lengra. Og stundum finnst mér að ár- angur kvenfélaganna í starfi sé ekki alveg í réttu hlutfalli við störfin, sem konurnar leggja á sig og þaun mikla áhuga, sem þær sýna í félaginu. Við skulum taka skóla- málin sem dæmi. Kvenfélög gera margíu: samþykktir um skólamál, en svo nær það ekki lengra, félagið liefur ekki aðstöðu til þess að fylgja þeim eftir til enda, því kon- urnar eru úr leik áður en komið er til þess, sein valdið liefur um framkvæmdir. F. N. Víst er konum lialdið niðri á með- an að karlmenn eru þeim meiri sem t. d. stjórnmálamenn og vísindamenn, en er það ekki af því, að konurnar sækja ekki nóg frarn sjálfar? S. J. Ég held, að til þess að komast á efsta tind einlivers starfs, þurfi yfirleitt samfelldan, persónulegan þroska og sá þroski fæst ekki, ef laka þarf mörg ár úr æviskeiðinu til þess að standa í liúsmóður- störfum. F. N. Já, en það verður að vera þannig. Það má segja, að karlmennirnir trúi kon- unum fyrir því dýrmætasta, sem þeir eiga, börnunum og heimilinu. En kannski em konur konuni verstar í þeim skilningi, að þær standa ekki saman í því að styðja kon- ur til æðstu metorða. Ef þær beittu sér á þeim vettvangi, gætu þær t. d. bætt úr því, sem stundum er til vitnað, að aldrei HÚSFREYJAN 3

x

Húsfreyjan

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Húsfreyjan
https://timarit.is/publication/831

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.