Húsfreyjan - 01.04.1968, Síða 13

Húsfreyjan - 01.04.1968, Síða 13
3. mynd. Peysuföt. Mynd frá 1854 eftir Sigurð Guðmundsson málara, prentuð framan við Stafrófskver liandu börnum eftir H. Kr. Frið- riksson og M. Grímsson. liöfð svolítið opin yfir brjóstiS, og sá þar í hvíta skyrtuna. Síðar voru tekiri upp sór- stök livít sterkjuð útsaumuð peysubrjóst. Pilsið er svart, iir íslenzku vaðmáli. Það var að því leyti frábrugðið pilsi faldbún- ittgsins, samfellunni, að það var óskreytt að neðan og að mestu eða öllu leyti ófellt að framan undir svuntunni. Felbl peysusvuntan er úr einskeftum ís- lenzkum bekkjóttum ullardúk í sauðarlit- um, svonefnd dúksvunta. Dúksvuntur voru einnig oft stykkjóttar og í ýmsnm skærum litum engu síður en sauðarlitum. Peysu- svuntan var miklu efnismeiri en gamla svuntan með faldbúningnum. Hún náði aftur fyrir mjaðntir og var með bnepptum streng eins og gerist enn í dag, eða þá HÚSFREYJAN bundin með svuntuböndum, stundum fót- ofnurn, fram og aftur um mittið. Svo er að sjá af myndum, að peysan liafi stund- um gengið niður á svuntuna, en bitt virð- ist þó algengast, að svuntan liafi verið bundin yfir peysuna. Svarta prjónahúfan er djiip með stutt- um silkiskúf og skúfhólki af svipaðri gerð, en þó lieldur minni en tíðkast nú á dög- um. Ennþá dýpri léreftsfóðruð húfa er til í Þjóðminjasafni; er skúfurinn á henni lieldur styttri, um 17 cm að lengd, og á skottinu er enn minni skúfliólkur gerður úr bút af silfurlitum vírborða, líberíborða. Um liálsinn er svartur silkiklútur með mislitum bekkjum, svonefndur bekkjaklút- ur, fyrirrennari peysufataslifsisins. Hann 9

x

Húsfreyjan

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Húsfreyjan
https://timarit.is/publication/831

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.