Húsfreyjan - 01.04.1968, Page 15

Húsfreyjan - 01.04.1968, Page 15
6. mynd. Kennarar og nemendur Hússtjórnarskóla Reykjavíkur haustiS 1908. 1‘rjár konur eru á „dönskum“ búningi, hinar allar á peysujötum (Þjms. mms. 556). stækkandi á ný, en voru þa yfirleitt næld- ar aftar á höfuSið en áður hafði verið. Lengdin á skúfnum hélzt aftur á móti, nema livað nú hin allra síðustu ár er stundum farið að hafa liann heldur styttri. Nú á dögum eru skotthúfur venjulega saumaðar úr flaueli, þótt einstaka konur liafi haldið tryggð við prjónahúfuna. Eftir ])ví sem ég hef komizt næst, verða flau- elshúfurnar til í Reykjavík um eða skömmu eftir aldamótin síðustu (árið 1907?), að sögn vegna skorts á prjóna- garni því, Shetlandsgami, sem konur höfðu í þær. Flauelshúfan mun í fyrstu hafa verið flöt kringla, örlítið rykkt sam- an á brúnum. Síðar var svo farið að láta hana rísa að framanveröu, meðal annars gerðu háði talað um biðilsbrot á flauels- húfunum! Eins og áður er sagt, hélzt sá siöur að sníða stakkpeysuna úr klæði eða vaðmáli, en um og eftir 1930 var einnig farið að sauma peysuföt úr silki eða silkilíki, stöku sinnum jafnvel úr flaueli, og hafa silki- peysuföt verið langalgengusl nú hin síðari ár. Snið peysubúningsins liefur þó ekki breytzt ýkja mikið frá því sem var. Þó er peysan nú flegin og ermarnar rykktar við handveginn. Komu háðar þessar hreyting- ar fram um eða skömmu eftir aldamótin síðustu (sjá 5. og 6. mynd). Hvað viðkem- ur rykkingunum á ermunum, þá hafa þær verið mismiklar. Hefur þar eflaust í fyrstu ráðið um erlend fatatízka, en nú í seinni tíð munu þær liafa farið talsvert eftir smekk hvers og eins. Þá hefur slifsið, sem á fyrstu tugum þessarar aldar lengdist og hreikkaði jafnt og þétt þar til það huldi peysuna að mestu að framan (7. mynd), nú heldur farið minnkandi aftnr. HÚSFREYJAN 11

x

Húsfreyjan

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Húsfreyjan
https://timarit.is/publication/831

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.