Húsfreyjan - 01.04.1968, Blaðsíða 36
Ég er bara tieimilisfaðir
Eftir
Folke Barker Jörgensen
Höfundurinn er kennari og kona hans einnig. Þau eiga fjögur börn
og þegar að því kom að annaðhvort þeirra varð að vera heirna til að gœta
barnanna, þá vildi hann heldur verða heimilisfaðir og annast hússtörfin,
á meðan eiginkonan sinnti kennslu.
Þegar von var á fjórða barninu okkar kom
okkur saman um, að ég gæti verið heima
og gætt þess á meðan konan mín væri að
kenna. Ég var þá búinn að vera heimavið
á annað ár, án þess þó að vera jafn bund-
inn og sá, sem ungbarns gætir. Okkur þótti
það fyrirkomulag ágætt. Mér þykir vænt
uin lítil börn og kann orðið lagið á þeiin,
svo það var mér engin ofraun að annast
þau. Mér veittist ósköp létt að framreiða
síðdegiste lianda liinu lieimafólkinu þeg-
ar það kom þreytt lieim úr skólanum.
Nú er yngsti krakkinn að verða fjögurra
ára og við vorum svo heppin, að koma
honum í leikskóla fyrrihluta dags. Þau
eldri eru orðin svo stór og skynsöm, að
þau geta ekki einasta séð um sig sjálf,
heldur líka gætt litla hróður, ef okkur
hjónunum dettur í hug að vera samtímis
að heiman. Við erum ekki nærri því eins
bundin og við vorum áður, en samt hef ég
ekki viljað taka að mér nema um tíu tíma
kennslu á viku. Þá lief ég eftir sem áður
tíma til að sinna fjölskyldu minni. Ég vil
taka þátt í daglegu heimilislífi, ekki bara
koma heim á matmálstímum og þegar sjón-
varpið hefst. Ég matreiði, bæði skólanestið
á morgnana, sem ér nú liálf leiðinlegt —
14 rúgbrauðssneiðar með áleggi — og
kvöldmatinn, sein er óneitanlega skennnti-
legri. Ég get ekki hugsað mér að vera án
eldhússins.
Aftur á móti sér konan mín um lín og
fatnað, saumar, þvær o. s. frv. Hún ber
líka megin ábyrgð á hreingerningu og
skóburstun. Ég rek nagla og geri við raf-
magn, hún passar garðinn, en notar mig
í erfiðustu verkin. Uppþvottin sjáum við
um eftir samkomulagi, ef við ekki horg-
um krökkunum fyrir hann. Eiginlega vinn-
ur hvorugt okkar nokkurt starf, sem okk-
ur leiðist, nema að hella úr ruslafötunni.
Konunni minni fellur vel að þvo í sam-
32
HÚSFREYJAN