Húsfreyjan - 01.04.1968, Qupperneq 38

Húsfreyjan - 01.04.1968, Qupperneq 38
L-ö<£piœðí saanan nqu/i Hvers þurfa konur aS gœta viS hjóna- skilnáS? Spurningu þessa lief ég skilið svo, að spurt sé um það, livað helzt þurfi lögum sam- kvæmt að taka ákvörðun um, við Iijóna- skilnað. En ekki er það sérstaklega miðað við konur, heldur li jón almennt. ForrœSi barna. 1 fyrsta lagi þá verður að taka ákvörðun um það hvort hjóna skuli liafa forræði barns eða barna, en við hjónaskilnað skal forræði hvers barns vera óskipt hjá öðru forehlri. Komi hjón sér saman um það hvort lijóna skuli hafa forræði barns eða barna, ellegar verði samkomulag um það, að hjónin skipti með sér börnum sínum, þá myndi sú ákvörðun hjónanna standa, nema bersýnilegt væri að sú ákvörðun væri barni eða börnum óheppileg. Verði ekki samkomulag með hjónum um þetta atriði þá ákvarðar yfirvald hversu skuli fara um forræði barna og skal við þá ákvörðun líta til þess sem telja má börnunum lxeppileg- ast. Venjulegast mun vera að þá sé konu úrskurðað forræði barna og jafnframt að láta forræði allra barna ef fleiri eru vera hjá sama foreldri. Báðir foreldrar eru framfæruskyldir með börnum sínum og verður því þegar 34 ákvörðun hefur verið tekin um það, hvort hjóna skuli hafa forræði barna, að taka ákvörðun um meðlagsgreiðslur með börn- um. Barnsmeðlag eins og það er ákvarðað af Tryggingarstofnun ríkisins á hverjum tíma er lágmarksmeðlag. Reyndar getur það foreldri, sem fær forræði barns eða barna afsalað sér meðlagsgreiðslu með bömum þeim sem hjá því eru. En krefjist það foreldri, sem forræði barna liefur, meðlagsgreiðslu, þá er liitt foreldrið fram- færsluskylt. Það foreldri, sem barn eða börn hefur, getur fengið barnsmeðlögin greidd í gegnum Tryggingastofnun ríkis- ins, sem svo aftur innheimtir meðlögin hjá hinu framfærsluskyhla foreldri. Þó er á það að líta, að Tryggingastofnun ríkisins greiðir einungis meðalbarnsmeðlag eins og það er ákveðið á hverjum tíma. Hafi orð- ið samkomulag með foreldrum um hærri meðlagsgreiðslu verður að innheimta það sem er fram yfir meðalmeðlag með öðr- um hætti. Eignaskipti. Við hjónaskilnað skal skipta eignum fé- lagsbús hjóna. Sé kaupmáli með hjónum er farið eftir ákvæðum hans, að því sem liann tekur til, við búskiptin. Sé ekki um kaupmála að ræða, þá er ahnenna reglan sú, að eignum búsins og skuhlum skuli HÚSFREYJAN

x

Húsfreyjan

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Húsfreyjan
https://timarit.is/publication/831

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.