Húsfreyjan - 01.04.1968, Qupperneq 39

Húsfreyjan - 01.04.1968, Qupperneq 39
skipt til helminga. En sé um það sam- komulag með hjónum, þá geta þau skipt eins og þeim sjálfum sýnist. Algengt er t. d. að liafi kona forræði barna, þá fái hún jafnframt innbú hjónanna, þótt svo að það sé meira en helmingur eigna búsins. Einn- ig er nokkuð algengt eigi hjón íbúð og konan hafi forræði barna, þá fái hún íbúð- ina, þótt svo að íbúðin sé aðal eign búsins. En slíkar ráðstafanir byggjast á samkomu- lagi aðila, en ekki á lagafyrirmælum. Þó eru í lögum ákvæði um að sá, sem krefst skilnaðar, geti krafizt innanstokksmuna, vinnuáhalda o. fl., enda þótt það fari fram úr búsliluta lians, en þó því aðeins, að ætla megi að liann meyi ekki án þeirra vera til heimilishalds. Enda sé skilnaður ekki þeim aðila að kenna. Lífeyrir. Við skilnað skal ákveða livort og að hve miklu leyti annað lijóna skuli framfæra hitt. Framfærslueyri skal miða við það, hvað ætla megi að framfærsluþegi geti afl- að sér sjálfur og hins vegar við það, livað ætla megi hitt hjóna aflögufært um. Eins og sjá má á þessu er ekkert því til fyrirstöðu við hjónaskilnað, að kona verði skyhluö til að greiða manni sínum lífeyri, en það er víst mjög fátítt og veit ég engin dæmi um slíkt. Aftur á móti er það rnjög algengt, að kona fái frá manni sínum líf- eyri í eitt ár frá útgáfu leyfisbréfs til skiln- aðar að borði og sæng. I öðrum tilfellum er ákveðið að lífeyrir þessi skuli greiddur á meðan skilnaður að horði og sæng stend- ur. 1 einstöku tilfelluin er lífeyrir greidd- ur eftir lögskilnað, en ef slíkt byggist ekki á samkomulagi aðila, þá þarf að standa alveg sérstaklega á til þess að öðru lijóna sé úrskurðaður lífeyrir úr hendi liins eftir lögskilnað. Þær fjárliæðir, sem konur fá greiddar sem lífeyri frá mönnum sínum við skilnað eru ákaflega mismunandi og virðist það mest fara eftir efnahag eigin- manna. Verði ekki samkomulag með hjón- um um lífeyrisgreiðslur úrskurðar dóms- málaráðuneytið um það. En í mörgum lijónaskilnaðarmálum er ekki um lífeyris- greiðslur til konu að ræða, þar sem konur gera ekki kröfu til lífeyris. Hafi fólk, vegna væntanlegs skilnaðar hvort lieldur er skilnaðar að borði og sæng ellegar lögskilnaðar, komið sér saman um eignaskipti, framfærslu barna ellegar framfærslu annars hjóna á liinu, þá getur það lijóna, er þykir hallað á sig stefnt hinu fyrir dóm og dómurinn hrundið sariiningn- um, ef hann er bersýnilega ósanngjarn, enda sé mál höfðað' innan sex mánaða frá skilnaði. ErfSir. Erfðaréttur milli lijóna fellur niður við skilnað að horði og sæng og við lögskilnað. Eftirlaun. I lögum um Lífeyrissjóð starfsmanna rík- isins eru ákvæði um það, að þegar sjóðs- félagi deyr, sem verið hefur tvígiftur og lætur eftir sig tvo maka á lífi, skiptist makalífeyririnn milli þeirra á beinu lilut- falli við þann tíma, sem hvor þeirra hef- ur verið giftur hinum látna sjóðsfélaga, á þeim tíma, er liann ávann sér lífeyrisrétt- indi. Sama gildir hafi sjóðsfélagi verið giftur oftar en tvisvar. AuSur Þorbergsdóttir HÚSFREYJAN 35

x

Húsfreyjan

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Húsfreyjan
https://timarit.is/publication/831

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.