Íslenskt mál og almenn málfræði - 01.01.1979, Page 111
Eignarfallsflótti 91
Nú hef ég ekki gert neina skipulega rannsókn á þessu fyrirbæri3 en
eftirfarandi ágiskanir vil ég þó setja fram um eðli eignarfallsflóttans:
(a) í óvönduðu talmáli eru honum lítil takmörk sett og nálgast þar
eðli mismælis að öðru en því hve tíður hann er. í yfirveguðu máli, eink-
um ritmáli, er hann miklu sjaldgæfari og bundnari tilteknum aðstæð-
um; þar mun hann einnig vera bundinn sumum málnotendum en aðrir
vera öldungis lausir við hann.
(b) Eignarfallsflótta er helst að vænta í flóknum setningum þar sem
fallorð eru mörg, sérstaklega ef margir setningarliðir ættu réttu lagi að
standa í eignarfalli (dæmi 1, 2 og 4).4
(c) Hættan á eignarfallsflótta í orði vex ef fallvaldurinn stendur á
eftir því (dæmi 7) eða löngu á undan því (dæmi 1-4); ef sami fallvaldur
á að stýra eignarfalli á mörgum hliðstæðum orðum eða orðasambönd-
um (dæmi 1-5); svo og ef grannorð standa í þágufalli (dæmi 4 og 6).
Ekki kem ég auga á neina haldbæra skýringu á þessari óreglu í máli
sumra íslendinga. Þó má kannski setja hana í nokkurt samhengi við
aðra eðlisþætti eignarfallsins í íslensku.
Nærtækt er að rifja það upp hvemig fallanotkun germanskra mála (að
ekki sé minnst á hin rómönsku) hefur um langt skeið þróast í átt til ein-
földunar, m. a. þannig að sagnir og forsetningar hafa að miklu eða öllu
leyti hætt að stýra eignarfalli. Hliðstæðrar breytingar mætti e. t. v. vænta
í íslensku, og því fremur að af algengum sögnum og forsetningum stýra
aðeins fáar eignarfalli. Þó veit ég ekki hvort eignarfallsflóttinn er þessu
ueitt vemlega skyldur; ég er ekki viss um að hann sé neinum mun al-
gengari þar sem fallvaldur er sögn eða forsetning en þar sem hann er
nafnorð; þaðan af síður að hann sé bundinn vissum sögnum og forsetn-
3 Ef ég ætlaði mér að safna skipulega gögnum um eignarfallsflóttann (eða
önnur slík afbrigði í málnotkun eða rithætti), myndi ég velja mér úrtak úr próf-
úrlausnasafni Háskóla íslands. Þar eru málhafar samræmdur hópur að aldri og
skólagöngu; textarnir flestir mjög samkynja, hratt samdir og lítt yfirlesnir, en varla
vísvitandi sneitt hjá vönduðu máli eða réttu; auðvelt er að velja hæfilega langa
texta frá hendi hvers málhafa; og eftir menntaskólaskýrslum er auðvelt að flokka
þá eftir árgöngum, heimkynni, námsárangri, starfi föður o. þ. h.
4 Samkvæmt þessu þarf það ekki að koma á óvart þótt eignarfallsflótti sé tíður
í svonefndri stofnanaíslensku eða sérfræðsku þar sem nafnorðastíll ræður ríkjum
og höfundar sýna þekkingu sína á torskildum fræðum með því að tala í torráðnum
setningum; þeir falla þá stundum í þá freistni að tjá sig á margslungnari hátt en
samræmist málleikni þeirra.