Íslenskt mál og almenn málfræði - 01.01.1986, Page 9
EYSTEINN SIGURÐSSON
Athugasemdir um h- og /zv-stuðlun
0. hv- með /z-stuðlun
Eitt af erfiljóðum Bólu-Hjálmars, um konu sem hét Ingibjörg
Guðmundsdóttir, byrjar svona:
Hvar er hússfreyjan hýra
er hér átti sæmdar veru . . .
Ég veit ekki hvað margir lesendur hnjóta um stuðlasetninguna í
fyrra vísuorðinu. Þeim, sem hafa glöggt brageyra og óhvikulan hv-
framburð, þykir trúlega að þar séu þrír stuðlar. Um hina, sem hafá
/cv-framburð, er ég ekki jafn viss. Eins víst er að þeim þyki þetta allt
í mesta sóma.
Stuðlasetning með /zv-orðum, eftir að &v-framburður er kominn
til sögunnar, er efni sem jöfnum höndum snertir bókmenntafræði
og málfræði. Stuðlasetningin er bókmenntafræðinnar og /cv-fram-
burður málfræðinnar. Um nokkurn hluta þessa efnis er hér fjallað,
og að auki vikið dálítið að stuðlasetningu með /7-orðum almennt.
1. Framburður /z-orða
1.1 Einstök hljóð
Eins og menn vita getur h- í framstöðu staðið fyrir sitt af hverju
samkvæmt íslenskri hljóðfræði. Pó eru málfræðingar síður en svo
sammála þar um öll atriði. Að vísu eru þeir á einu máli um að h- á
undan sérhljóði tákni raddbandaönghljóðið [h], og nokkurn veginn
einnig um að hj- (líka í hé-) standi fyrir óraddaða framgómmælta
önghljóðið [g] (eða []]). Sama máli gegnir um hv-, það stendur í hv-
framburði yfirleitt fyrir [xw] og í &v-framburði fyrir [khv].
Um hl-, hn- og hr- eru meiningarnar hins vegar deildar. Jón
Ófeigsson (1920-24:xxii) notaði þar hljóðtákn sem samsvara [hl],
[hn] og [hr]. Með öðrum orðum er í slíkri hljóðritun gert ráð fyrir
raddbandaönghljóði á undan órödduðu hliðar-, nef- eða sveiflu-
hljóði. Og sömu skoðunar voru Valtýr Guðmundsson (1922:12) og
Stefán Einarsson (1927:14 o. áfr., sbr. 135).