Íslenskt mál og almenn málfræði - 01.01.1986, Qupperneq 10
8 Eysteinn Sigurðsson
Aftur á móti véfengdi Bruno Kress þetta (1937:168-169), og
Björn Guðfinnsson (1946:49-50) hafnaði þessari skoðun alfarið.
Þessi hljóð eru táknuð í hljóðritun hans með [1], [n] og [r], og að því
er mér er best kunnugt var þessi skoðun hans einráð hér á landi í
hljóðfræðikennslu og hljóðritun um áratugi.
En fyrir ekki mörgum árum endurvöktu þeir Magnús Pétursson
og Árni Böðvarsson hina kenninguna. Magnús (1976:37) hljóðritar
t. d. afdráttarlaust hlaupa [hlöi:ba], hnefi [hne:vi] og hret [hre:d],
og er það frávik frá fyrri tíma að hann gerir þar ráð fyrir rödduðu
hliðar-, nef- eða sveifluhljóði á eftir raddbandaönghljóðinu. Árni
setur hins vegar fyrirvara um þetta með því að segja: „Um hn, hj,
hl, hr er þó það að athuga að ósannað er hvort þau eru oftar aðeins
eitt óraddað hljóð eða h+óraddað (jafnvel raddað) n, j, l, r, eins og
þau eru að minnsta kosti stundum“ (1975:49, sbr. 72-75).
1.2 Stuðlasetning
Allt frá elsta tíma hefur verið viðtekið í skáldskap að öll orð, sem
byrja á h-, geti stuðlað saman. Þannig eru t. d. orð eins og hús,
hjörtur, hlutur, hnoss, hræðsla og hvalur öll nothæf til að mynda
ljóðstafi í einu og sama vísuorðapari.1 í fljótu bragði gæti það þótt
vera röksemd fyrir því að þeir Jón Ófeigsson, Valtýr Guðmunds-
son, Stefán Einarsson, Árni Böðvarsson og Magnús Pétursson
hefðu rétt fyrir sér, en þeir Bruno Kress og Björn Guðfinnsson
ekki. En svo þarf þó ekki að vera, því að stuðlasetning er alls ekki
alltaf hljóðfræðilega nákvæm.
Sérhljóð hafa jafnan stuðlað hvert á móti öðru, og raunar segir
Snorri (1931:214, í upphafi Háttatals; stafsetning hér færð til nú-
tímahorfs) að „ef hljóðstafur [: sérhljóð] er höfuðstafurinn þá skulu
stuðlar vera og hljóðstafir, og er þá fegra að sinn hljóðstafur sé
hver þeirra.“ Sama máli gegnir líka um þá föstu reglu að stuðla sp-
aðeins við sp-, st- við st- og sk- við sk-, en ekki sín á milli og ekki við
önnur orð með 5-. Á þeirri reglu hef ég aldrei séð neina hljóðfræði-
lega skýringu, og mér vitanlega verður ekki lát á henni fyrr en á 19.
öld.2 Pá hafa framgómmælt og uppgómmælt k- ogg-, [ch] og [kh], [j]
1 Einar Ól. Sveinsson (1962:107) minnist á þetta, og einnig ra'ðir Höskuldur
Þráinsson (1981) það nokkuð.
2 Björn Guðfinnsson (1946:40) nefnir slík dæmi hjá Grími Thomsen og Matthí-
asi Jochumssyni. Jónas Hallgrímsson brýtur regluna líka á nokkrum stöðum, m. a.