Íslenskt mál og almenn málfræði - 01.01.1986, Page 11
9
Athugasemdir um h- og hv-stuðlun
°g [g], jafnan verið stuðluð hiklaust saman (sbr. Höskuld Þráinsson
1981), eins og auðvelt er að finna dæmi um. Af þessum ástæðum er
það síður en svo nokkur sönnun þess að öll orð, sem byrja áh+sér-
hljóði, hj-, hl-, hn- eða hr-, hefjist á raddbandaönghljóði, þótt þau
geti staðið saman í ljóðstöfum. Reglur skáldskaparins fylgdu ekki
hljóðfræðilegri nákvæmni í þessu efni.
2. hv- : A:-stuðlun
2.1 Elstu dœmi
/fv-framburður er eins og kunnugt er talinn hafa verið kominn
upp á 17. öld, og útbreiðslusvæði hans þá voru Vestfirðir og
Norðurland vestanvert (Gunnar Karlsson 1965). Árni Böðvarsson
(1951:170) benti á tvö dæmi sem hin elstu öruggu um að hv- stæði í
ljóðstöfum á móti k-. Þessi dæmi eru hjá Sigurði Péturssyni (1759-
1827) og Benedikt Jónssyni Gröndal (1760-1825).
Hjá Sigurði (1844:224-225) er það í heldur sérstæðri vísu sem
mun til orðin í glettni hans og Geirs biskups Vídalíns (Gunnar
Karlsson 1965:23-25):
Eg við brjóstin Abrahams
ei lítill skal þreyja,
en kvar þinn verði kvala hams
A:ann eg ekki’ að segja.
Með fylgir þessi neðanmálsskýring: „Kvar og kvala er norðlenska
fyrir hvar og hvala.“
Benedikt (1833:109-110) yrkir aftur á móti kvæði sem heitir
Unnustan. Pað er athyglisvert vegna þess að í því er hv- bæði stuðl-
að á móti h- og k-. Kvæðið hefst á þessum vísuorðum:
Hamingjan gæfi eg /tefði mér fljóð,
en /?vörn' hún skal vera, það man eg nú ekki . . .
Þetta er rétt stuðlað eftir fornum reglum, en í öðru erindi kemur
hitt dæmið er hann segir:
í íshmd farsœldafrón þar sem segir:......Nú er hún 5norrabúð ííekkur . . og í
Alþing liið nýja:....íiiarorðirí/Mllingar/aði/efnusitja . . .". Enhérmásennilega
slá því föstu að sníkihljóðið [d], sem treður sér milli [s] og [1] eða [n], sé látið duga
til að réttlæta þessa stuðlasetningu.