Íslenskt mál og almenn málfræði - 01.01.1986, Page 12
10 Eysteinn Sigurðsson
. . . koss vil eg hafa og /caffi þá vil,
hvört það er nóg eða slétt ekki til . . .
Til viðbótar er að nefna að skammt er síðan ég rakst fyrir tilviljun
á þriðja átjándu aldar dæmið, sem er a. m. k. ívið eldra en þessi
tvö. Þorlákur Þórarinsson (1711-73), prestur á Möðruvöllum í
Hörgárdal og vel metið skáld á sinni tíð, orti kvæði sem heitir Sum-
ar vísur (1780:255). Ein vísa þess, hin sjöunda, er þessi:
/éulda neyðar /?vellur dó,
kjör þau aftur seldi,
guðs vagnleiðar fellur frjó
feitisaft um veldi.
Mér sýnist full ástæða til að benda mönnum á að hafa augun opin
fyrir fleiri dæmum af þessu tagi úr átjándu aldar skáldskap. Þetta á
sér í lagi við þá sem af einhverjum ástæðum þurfa að fara í gegnum
sálma og rímur aldarinnar. Sá kveðskapur er svo lítið lesinn nú orð-
ið að enn geta þar auðveldlega leynst fleiri dæmi en þessi þrjú og
beðið eftir að verða dregin upp á yfirborðið.
En allt frá byrjun síðustu aldar eru svo fjöldamörg dæmi um að
hv- stuðli á móti k-, og fleiri en svo að hér verði talin. Þó þykir mér
rétt að tilgreina eitt þeirra.
Guðný Jónsdóttir (1804-36) orti gott kvæði, Endurminningin er
svo glögg, sem eins og menn vita kom fyrst í Fjölni, en víða síðan.
Þar segir á einum stað:
. . . yfir hvurn blett og hvurt eitt svið,
/nnumegin við sólskinið.
En síðar í kvæðinu segir:
. . . hvur af öðrum nær /cvöldi þó —
hvíld í svefninum drottinn bjó.
(Fjölnir 1837 II 31-32.)
Hér er því greinilega — á sama hátt og hjá Benedikt Jónssyni
Gröndal — gert ráð fyrir báðum afbrigðum, hv- og /:v-framburði,
sem jafnréttháum og jafnt nothæfum við stuðlun.
Nokkur fleiri dæmi um hv- : /:-stuðlun eru talin hér á eftir, en
það sem flestir þekkja er trúlega í alkunnu kvæði Davíðs Stefáns-
sonar sem byrjar svona: