Íslenskt mál og almenn málfræði - 01.01.1986, Page 15
13
Athugasemdir um h- og hv-stuðlun
Hvört sem þankinn hvarflar frí
/2eims um byggðar vanga ... (II 209).
Hvört sem ég yfir hvarfla sjón,
/íimin, loft, tímann, vötn og frón ... (I 370).
. . . /?efir þú ekkert /mgsað um
hvaö eg skuli éta í dag? (I 430).
I öllum þessum dæmum liggur í augum uppi að Hjálmar hefur gert
ráð fyrir framburðinum [x"j í /iv-orðunum. Ef eitthvert þeirra er
borið fram með [khv] vantar ljóðstaf.
2.3 hv- með h-stuðlun hjá Bólu-Hjálmari
En aftur kemur það fram í öðru að Hjálmar hefur þekkt kv-fram-
burð og brugðið honum hiklaust fyrir sig þegar til þurfti að taka.
Hér í byrjun nefndi ég upphafið á erfiljóðinu Ingibjörg Guðmunds-
dóttir. Svo er skemmst af að segja að það eru talsvert mörg dæmi
þess hjá Hjálmari að í vísuorðum, þar sem stuðlað er með h-, standi
einnig hv-orð í áhersluatkvæði. Fyrsta vísuorð erfiljóðsins er eitt
þeirra. Sé það borið fram [x"a:r e:r husfreijan hi:ra] liggur í augum
uppi að þar er á ferðinni ofstuðlun, þrír stuðlar í stað tveggja.
Ofstuðlun hafa skáld á öllum tímum forðast eins og heitan
eldinn, og raunar bannar Snorri hana er hann segir:
. . . í öðru vísuorði er settur sá stafur fyrst í vísuorðinu er vér
köllum höfuðstaf, sá stafur ræður kveðandi; en í fyrsta vísuorði
mun sá stafur finnast tvisvar standa fyrir samstöfur [þ. e. fremst
í braglið], þá stafi köllum vér stuðla. Ef höfuðstafur er sam-
hljóðandi [: samhljóð], þá skulu stuðlar vera enn sami stafur,
svo sem hér er:
Lætur sá er Hákon heitir,
hann rekkir lið, bannað.
En rangt er ef þessir stafir standa fyrir samstöfur oftar eða
sjaldnar en svo í fjórðungi vísu [þ. e. í tveim vísuorðum] . . .
(1931:214; stafsetning hér færð til nútímahorfs).
Hjálmar fylgir þessari reglu samviskusamlega eins og skáld hér
um aldir. En af þeim sökum er augljóst að hann hlýtur að hafa gert