Íslenskt mál og almenn málfræði - 01.01.1986, Page 20
18 Eysteinn Sigurðsson
ég fann um að hv- væri stuðlað á móti k-, voru einmitt þau sem til-
greind hafa verið af þeim Árna og Gunnari. Aftur á móti fann ég
fjöldann allan af dæmum þess að hv- væri stuðlað á móti h-. Er svo
skemmst af að segja að augljóst er að Jónas fylgir svipaðri megin-
reglu og áður var lýst um Hjálmar, þ. e. stuðlar alltaf hv-: h-, nema
í hreinum undantekningatilvikum. Eins og hjá Hjálmari má það vel
vera tillært eftir eldri skáldum og þarf ekki í sjálfu sér að segja neitt
um framburð Jónasar sjálfs.
Dæmin um stuðlunina hv- : k- eru örfá. Eitt þeirra er í Strandset-
unni:
Sálin mín /jvikula, kæra!
Þú kvíðir sí og æ . . . (1929:221).
Hér sýnist mér greinilegt að Jónasi hafi skjöplast á reglunni sem
hann fylgir endranær, með öðrum orðum að hans eigin kv-fram-
burður hafi glapið fyrir honum. Hins vegar tel ég alls óvíst að það
eigi við um næsta dæmi, sem margir þekkja, úr kvæðinu Skrœlingja-
grátur:
Og hvergi fá þeir /caffibaun,
naha, naha, naha! . . . (1929:176).
Sama máli gegnir um fyrri hluta næsta erindis á undan í þessu sama
kvæði sem ég veit ekki hvort eins margir hafa stansað við og hitt:
Þeir hafa hvorki kokk né pott,
naha, naha, naha! . . . (s. st.).
Hér er alls óljóst hvort á að lesa:
Þeir hafa /zvorki kokk né pott,
eða:
Þeir hafa /zvorki kokk né pott,
en hér er tvíræðni á ferðinni og fyllilega kemur til greina að skáldið
geri einnig hér ráð fyrir /cv-framburði. í þessu kvæði sýnist mér því
greinilegt að hann beiti /cv-framburði sem stílbragði til að ná fram
ádeilu — undirstrika háðið í kvæðinu — svipað og í Sœunni haf-
konu sem ég kem að hér á eftir.