Íslenskt mál og almenn málfræði - 01.01.1986, Page 22
20 Eysteinn Sigurðsson
Hvers er að minnast? Hins er hverri tungu,
— /zuganum í svo festa megi rót,— . . . (1929:82).
í fyrra ljóðstafapari er hv- stuðlað á móti h- á venjulegan hátt, en í
því síðara eru tvö hv-orð með einu h-orði. Þar sýnist annað orðið
eiga að vera með &v-framburði en hitt með /zv-framburði, og trú-
lega heldur það fyrra — það í hákveðunni — sem ber þá fyrri
stuðul, þ. e. [xwers e:r a:ð min:asd hins e:r khver:i thui]gY]. En þrátt
fyrir það sem á undan er komið byrjar 5. erindi síðan á þessum
línum:
Að fræða! hver mun /zirða /zér um fræði?
//eimskinginn gerir sig að vanaþræl . . . (s. st.).
Og 8. erindi byrjar þannig:
Hvað er í /zeimi, Z/ulda, líf og andi?
/Yugsanir drottins sálum fjær og nær . . . (1929:83).
Hér sýnist sömuleiðis verða að bera fram [khve:r] og [khva:ð], því
að ella er þetta ofstuðlað.
4.4 Sæunn hafkona
Sér á báti er kvæðið Sœunn hafkona (1929:225-228, sbr. bls. 399)
sem margir þekkja. Það er talið vera lausleg þýðing á 14. kvæðinu
í Die Heimkehr í Buch der Lieder eftir Heine, og er efnið samtal
skáldsins og hafmeyjar. Par er einkennileg stuðiasetning í fimm er-
indum sem lögð eru skáldinu í munn. Fyrsta vísuorð allra erind-
anna er:
f/afmey fögur! Hvaða, hvaða!
en annað vísuorðið er breytilegt:
(1) /zárið bleikt af salti drýpur! . . .
(2) /zönd og fótur, — aldrei slíka . . .
(3) /záls og brjóst að þúsundföldu . . .
(4) Æöld ert þú sem mjöll á ísi . . .
(5) /z/artað slær og berst af mæði . . .
Hér er eins og menn sjá höfuðstafur í /z-orði í (1), (2), (3) og (5), en