Íslenskt mál og almenn málfræði - 01.01.1986, Page 23
Athugasemdir um h- og hv-stuðlun 21
í &-orði í (4). Framburður fyrra vísuorðsins í (4) er því augljós,
hann verður að vera [havmei: fœ:yYr khva:ða khva:ða].
í (1), (2), (3) og (5) er hins vegar eitt h-orð og tvö hv-orð í fyrra
vísuorði. Þar er því tvennt til um framburð.
í fyrsta lagi að bera annað hv-orðið fram með /jv-framburði en
hitt með /:v-framburði, líkt og gert hefur verið ráð fyrir hér að
framan. /Cv-framburðurinn verður þá að lenda á seinna /zv-orðinu,
því að ella er of langt á milli stuðla, þ. e. [havmei: fœ:yYr xwa:ða
khva:ða].
í öðru lagi er svo sá möguleiki að bera bæði /zv-orðin fram með
/zv-framburði, þ. e. [havmei: fœ:yYr xwa:ða xwa:ða]. Þetta þætti
sennilega meir í takt við heilbrigða skynsemi en hitt, en hefði aftur
á móti í för með sér að viðurkenna yrði ofstuðlun hjá sjálfu lista-
skáldinu góða.
Með hliðsjón af því, sem á undan er komið, hallast ég þó að því
að fyrr taldi framburðurinn á þessum vísuorðum sé hér réttari, og
miða ég þá við það sem trúlegast er að Jónas hafi ætlast til sjálfur.
Hér er líka meginatriði að kvæðið allt er með greinilegum kald-
hæðnissvip frá Jónasar hendi. Með hliðsjón af því sýnist mér aug-
Ijóst að þetta sé leikur hans, stílbragð, og hann beiti þessari sér-
kennilegu stuðlasetningu vitandi vits. Markmið hans sé að gefa
verkinu kæruleysislegt svipmót með þessari tvíræðni, ef ekki bein-
línis að ganga fram af lesendum í anda Heines.
5. Fjölstuðlun
5-1 Almennt
Það er dálítið síðan ég rak augun í að hjá Bólu-Hjálmari er nokk-
uð af dæmum þess að hann stuðli með /z-orðum í báðum vísuhelm-
ingum þar sem hann yrkir undir rímnaháttum. Við nánari athugun
tók ég eftir að hann gerir einnig nokkuð af því að stuðla með /z-orð-
um í fleiri en einu af ljóðstafapörum sama erindis, þegar hann notar
lengri og flóknari bragarhætti, fyrst og fremst sálmahætti, og líka
fann ég dæmi þess að hann gerði þetta með sérhljóðum og öðrum
samhljóðum. Ég minnist þess ekki að hafa séð um þetta fjallað á
prenti, og um fyrirbærið — þ. e. endurtekningu sömu stuðla innan
vísu eða erindis — hef ég valið að nota hér orðið „fjölstuðlun“.
Þetta varð til þess að ég fór að horfa eftir dæmum um stuðlun af
þessu tagi úr skáldskap frá ýmsum tímum. Sú eftirgrennslan leiddi