Íslenskt mál og almenn málfræði - 01.01.1986, Page 25
23
Athugasemdir um h- og hv-stuðlun
ólga storðar/ossa/öll
/annabríkum undir.
(Ólafs ríma Grænlendings 5; 1964:242.)
5.2 Fjölstuðlun hjá Bólu-Hjálmari
Til þess að fá eitthvað í áttina að föstu landi undir fætur í þessu
efni fór ég yfir fyrsta bindið af Ritsafni Hjálmars, sem geymir ljóð
hans og lausavísur, og taldi saman öll dæmi um fjölstuðlun sem þar
urðu á vegi mínum. Niðurstöðurnar urðu mjög á þann veg sem ég
vænti. Dæmi með sérhljóðum urðu flest, þar næst komu dæmi um
stuðlasetningu með h-, en dæmi með öðrum samhljóðum voru mun
færri.
Nánar til tekið var útkoman sú að dæmi, sem ég fann, um fjöl-
stuðlun með sérhljóðum voru 262 á 522 blaðsíðum bókarinnar.
Dæmi um fjölstuðlun með /í-orðum voru hins vegar 105. Sambæri-
leg dæmi með öðrum hljóðum voru langtum færri. Næst /z-dæmun-
um komu 47 dæmi með/-, síðan 28 dæmi um hvort um sig, g- og s-,
23 dæmi um /-, 12 um m- og 11 um b-. Um önnur hljóð voru dæmin
teljandi á fingrum sér.5
Hjálmar var svo rótfastur í aldagömlum venjum skáldskaparins
að ég hygg óhætt að telja hann dæmigerðan fulltrúa íslenskra skálda
hvað varðar fjölstuðlunina. Skýringar á þessu sýnist mér líka að
liggi í augum uppi.
Varðandi sérhljóðin er hún sú sem ég nefndi: innbyrðis munur
þeirra veldur því að menn verða síður varir við endurtekningu á
þeim en á samhljóðum. Af því hefur leitt, líkt og af sjálfu sér, að
skáldin beittu fjölstuðlun oftar með sérhljóðum en með samhljóð-
um.
Að því er varðar tíðni fjölstuðlunar með /i-orðum sýnist mér að
hana megi skýra á sama hátt. Hér í upphafi rakti ég það hvað bók-
stafurinn h- í framstöðu getur staðið fyrir mörg hljóð í íslensku, og
að öll geti þau stuðlað saman. Þar er á ferðinni innbyrðis munur
sem er sambærilegur við þann sem gerist með sérhljóðin. Og á sama
Hér vantar vitaskuld samanburðartölur um tíðni þessara hljóða í stuðlun yfir-
'e'*t, en slíkt hefur aldrei verið rannsakað mér vitanlega, hvorki hjá Hjálmari né
öðrum. Sjálfur hef ég þó talið þetta í nokkrum verkum Hjálmars. Útkoman benti til
að hann stuðlaði líklega einna mest með sérhljóðum og h-orðum. Tíðni þeirra í al-
mennri stuðlun var þó langt undir tíðninni í fjölstuðluninni.