Íslenskt mál og almenn málfræði - 01.01.1986, Page 26
24
Eysteinn Sigurðsson
hátt hefur þessi fjölbreytileiki /2-hljóðanna valdið því að fjölstuðlun
með /j-orðum var ólíklegri til að verða einræn og tilbreytingarlaus
heldur en fjölstuðlun með orðum sem byrjuðu á sama samhljóðinu.
Þess vegna hefur það sömuleiðis hér komið líkt og af sjálfu sér að
frekar væri fjölstuðlað með h- en öðrum samhljóðum í framstöðu.
5.3 Nokkur dœmi
Til frekari útskýringar á þeirri fjölstuðlun Hjálmars með h-
orðum, sem ég gat um, er rétt að bæta hér við nokkrum dæmum um
hana. Hann segir á einum stað í Ljóðabréfi til Ólafs Ólafssonar
1819, og um sama prest og fyrr:
Þú hefur, /jokinn /j/álma grér,
heiftar rokum ælt úr þér,
en muntu, hroka /iróðvitner,
/limininn loka fyrir mér? (I 302).
í fyrra helmingi er stuðlað með [hj, [5] og [h]. Munur þessara hljóða
mildar því trúlega hugsanleg neikvæð áhrif ljóðstafanna í seinni
helmingi: [r], [r] og [h]. Sama máli gegnir þá aftur að því er virðist
í annarri vísu úr þessu sama ljóðabréfi:
Hreyfir rosa /limininn
um /jauðurs mosa vindblásinn,
hríð vill gosa um /ráfjöllin,
hér að brosa snjófíflin (I 305).
Hér gegnir sama máli og í hinu dæminu, því að ljóðstafirnir eru [r],
[h] og [h] í fyrra helmingi, en [r], [h] og [5] í þeim seinni.
í rímum Hjálmars er þetta líka að finna, svo sem nokkur dæmi
sýna:
Berserkurinn /2/jóp á Hrólf með /jeiftar kvilla
og svo /iart að Ziandar mjalla
/lirði búið var að falla (II 45).
//yalminn á kom /i/örinn þá,
/lálft andlitið sneiddi frá,
og Ziendurnar af hróki þar,
/iann þá ekki fríður var (II 192).