Íslenskt mál og almenn málfræði - 01.01.1986, Page 27
25
Athugasemdir um h- og hv-stuðlun
Hálfu fleira hans var lið,
hlííum bestu þakið,
vant að /jeyra hrotta klið
/7eitan dreyra fossinn við (II 228).
Loksins hann að Högna vóð,
hjó til kóngs ótrauður,
hjörinn niður í /jerðum stóð,
hnígur sjóli dauður (II 260).
Allmörg fleiri dæmi úr kveðskap Hjálmars gæti ég tínt til, en fá
ein verða þó að nægja. í Grafskrift höfundarins má sjá dæmi um h-
stuðlun á tveim ósamliggjandi stöðum í sama erindi. Par er fyrsta
vísuorð sér um tvo stuðla, annað og þriðja stuðla saman, og í fjórða
eru svo aftur tveir stuðlar. Fyrsta erindið er svona:
Hér er grafið /jyabarn veraldar
eitt, sem þunginn ævidaga þjáði,
augnablikið taldi hvört á láði
/jeim að ná til /mlu þessarar (I 297).
Þetta dæmi er að mínu viti sömu ættar og hin; ef það var frávik frá
venju eða einhvers konar leyfi að stuðla með /7-orðum í samliggj-
andi ljóðstafapörum hlýtur það að hafa verið það einnig og jafnt
þótt eitt par eða tvö lægju á milli í sama erindi.
Enn má nefna dæmi úr kvæðinu Draumskrímsli. Eitt erindið þar
er svona:
f/angdi brúnin /jýrusnauð,
í /íálfa gátt var kjaftur,
/7ögl af augum /?rutu rauð,
/7aturs grugg á vörum sauð,
ofbauð mér hvað illa var hann skaptur (I 477).
Loks má nefna erindi úr kvæðinu Ingibjörg Guðmundsdóttir sem
hér var nefnt í upphafi. Þar eru þrjú af fjórum ljóðstafapörum
dróttkvæðs háttar gerð úr /7-orðum:
F/eimilis /7eill og sómi,
/7/ónabands gullinkróna,
börnum blessunar kjarni,
blóðtengdum elskumóðir,