Íslenskt mál og almenn málfræði - 01.01.1986, Page 28
26 Eysteinn Sigurðsson
/27'úunum ho 11 ánægja,
/iylli sér vann með snilli,
/jreinskilin öllum /jinum,
/jróður eignaðist góðan (I 214).
6. Hagnýtt gildi
Ekki veit ég hvort ég hef leyfi til að tala um að rannsóknir á
stuðlasetningu geti haft hagnýtt gildi. Þó er ef til vill ekki brennt fyr-
ir að svo geti verið.
Um það leyti sem ég var að ljúka við þessa grein vildi svo til að
ég var viðstaddur fermingarguðsþjónustu. Þar var leikinn sálmur
sem ég trúi að flestir íslendingar hafi lært og gott ef ekki sungið sem
börn. Það er sálmurinn Ó, faðir, gjör mig lítið Ijós . . ., sem er
þýddur og settur í íslenskan búning af Matthíasi Jochumssyni.
Við þetta tækifæri veitti ég því athygli að í þessum sálmi segir:
. . . til /jyalpar /jverjum /jal og drós
sem /jefur villst af leið.
(Sálmabók 1975, nr. 507.)
Eins og sjá má er greinilegt að hér hefur séra Matthías gert ráð fyrir
/cv-framburði á orðinu hverjum, því að ella er vísuorðið ofstuðlað.
í tilvikum sem þessum sýnist mér full ástæða til að benda
kirkjukórafólki, prestum, söngkennurum í skólum og öðrum, sem
um söng slíkra verka fjalla, á það að vera vel vakandi. Vilji menn
sýna höfundi og texta fulla trúmennsku og virðingu, verða þeir að
gæta þess að syngja verk á borð við þetta með þeim framburði sem
við á, til þess að stuðlasetning njóti sín eins og til er stofnað.
7. Niðurstöður
í sambandi við allt framangreint efni verður vitaskuld að hafa í
huga að meginþorri röksemdanna er sóttur til Bólu-Hjálmars. En
hann er svo dæmigerður fulltrúi íslenskra skálda að því er varðar
form og stíl að ég geri hiklaust ráð fyrir að það, sem á við hjá
honum, gildi einnig í stærstum dráttum um önnur skáld. En niður-
stöðurnar úr framanrituðum athugunum eru fyrst og fremst þrjár.
í fyrsta lagi fylgir stuðlasetning með /j-orðum alls ekki hljóð-