Íslenskt mál og almenn málfræði - 01.01.1986, Page 29
27
Athugasemdir um h- og hv-stuðlun
fræðilegri nákvæmni. Par leyfðu venjur skáldskaparins að stuðlað
væri með allmörgum mismunandi hljóðum.
í öðru lagi geta hljóðfræðingar ekki treyst því að skáld hafi haft
/7v-framburð þótt þau stuðli hv-orð aðeins á móti /j-orðum. f því
sambandi þarf jafnhliða að horfa eftir dæmum hjá þeim um að hv-
orð komi fyrir í áhersluatkvæðum í vísuorðum þar sem tvö önnur h-
orð bera stuðla.
í þriðja lagi er svo að sjá að skáld hafi frekar leyft sér að nota h-
orð til að bera ljóðstafi oftar en einu sinni í sama erindi eða sömu
vísu en orð sem byrja á öðrum samhljóðum. Trúlegast er að þetta
stafi af fjölbreytni þeirra hljóða sem h- í framstöðu getur staðið
fyrir, og um þetta gildi því hið sama og um stuðlun með sérhljóð-
um. F>au virðist greinilegt að skáld hafi gert meira af því að nota
tvisvar eða oftar í sama erindi en samhljóðin.
HEIMILDASKRÁ
Árni Böðvarsson. 1951. Þáttur um málfræðistörf Eggerts Ólafssonar. Skírnir
125:156-172.
—. 1975. Hljóðfrœði. ísafoldarprentsmiðja hf.. Reykjavík.
Benedikt Jónsson Gröndal. 1833. Kvœði. Viðeyjarklaustri.
Björn Guðfinnsson. 1946. Mállýzkur I. ísafoldarprentsmiðja hf., Reykjavík.
Davíð Stefánsson. 1965. Að norðan. Ljóðasafn I—II. Helgafell, Reykjavík.
Einar Benediktsson. 1964. Kvœðasafn. Bragi hf., Reykjavík.
Einar Ól. Sveinsson. 1962. íslenzkar bókmenntir ífornöld I. Almenna bókafélagið,
Reykjavík.
Fjölnir, tímarit. 1835-47. Kaupmannahöfn.
Gunnar Karlsson. 1965. Um aldur og uppruna kv-framburðar. Lingua Islandica —
íslenzk tunga 6:20-37.
HallgrímurPétursson. 1890. SálmarogkvœðiU. SigurðurKristjánsson, Reykjavík.
• 1924. Passíusálmar. Útg. Finnur Jónsson. Hið íslenska fræðafjelag, Kaup-
mannahöfn.
Hjálmar Jónsson. 1915-19. Ljóðmœli I—II. Útg. Jón Þorkelsson. Á kostnað Hjálm-
ars Lárussonar, Reykjavík.
■ 1965. Ritsafn I—III. Útg. Finnur Sigmundsson. ísafoldarprentsmiðja hf., Reykja-
vík.
Höskuldur Þráinsson. 1981. Stuðlar. höfuðstafir, hljóðkerfi. Afmæliskveðja til Hall-
dórs Halldórssonar 13. júlí 1981, bls. 110-123. íslenska málfræðifélagið,
Reykjavík.
Jón Ófeigsson. 1920-24. Træk af moderne islandsk Lydlære. Sigfús Blöndal: íslensk-
dönsk orðabók. Reykjavík.