Íslenskt mál og almenn málfræði - 01.01.1986, Page 33
HÖSKULDUR ÞRÁINSSON OG KRISTJÁN ÁRNASON
Um skagfirsku
0. Inngangur
í þessari grein höldum við áfram á sömu braut og í greinum um
málfar Vestur-Skaftfellinga (Kristján Árnason og Höskuldur Þrá-
insson 1983) og um reykvísku (Höskuldur Þráinsson og Kristján
Árnason 1984). Við erum sem sé að rekja helstu niðurstöður úr
mállýskurannsókn á tilteknu landsvæði, í þessu tilviki Skagafirði.
Þessi svæðisrannsókn er eins og áður liður í stærra verkefni sem við
höfum unnið að undanfarin ár. Til þess höfum við notið ríflegra
styrkja úr Vísindasjóði um árabil — án þeirra hefði þessi rannsókn
verið óhugsandi með öllu. Einnig höfum við öðru hverju fengið
stuðning frá Rannsóknasjóði Háskólans vegna tiltekinna verkþátta
og sýslusjóður Skagafjarðarsýslu studdi okkur einnig. Verkefnið er
nefnilega margþætt og kostnaðarsamt og við höfum getað notað
þessa styrki til að greiða aðstoðarfólki laun, greiða ferðakostnað
við efnissöfnun, kosta tölvuvinnslu o. fl. Meðal aðstoðarfólks sem
hér kom við sögu í efnissöfnun og úrvinnslu má nefna Eirík Rögn-
valdsson, Sigurð Konráðsson, Halldór Ármann Sigurðsson, Guð-
varð Má Gunnlaugsson, Ástu Svavarsdóttur, Veturliða Óskarsson,
Þórunni Blöndal, Aðalstein Eyþórsson, Sigrúnu Þorgeirsdóttur,
Sigríði Magnúsdóttur o. fl. Skólastjórar á Sauðárkróki og í Varma-
hlíð voru okkur til aðstoðar við efnissöfnun og saklaust fólk brást
vel við þegar „menn frá Háskólanum“ komu allt í einu aðvífandi
með möppur, segulbönd o. fl. og fóru fram á viðtal. Elías Héðins-
son, Jörgen Pind og Helgi Þórsson aðstoðuðu við tölvuvinnslu.
Ragnar Lár, teiknari, gerði myndir sem notaðar voru við efnissöfn-
un. Öllu þessu fólki þökkum við aðstoðina og einnig þeim sem við
gleymdum að nefna hér.
Efnisskipun þessarar greinar er sem hér segir. í fyrsta kafla er
fjallað almennt um aðferðir okkar við efnissöfnun og úrvinnslu.
Þessi kafli er nokkru ítarlegri en samsvarandi kaflar í fyrri greinum.
í öðrum kafla er svo fjallað um helstu niðurstöður úr rannsókn okk-
ar í Skagafirði. Megináherslan er þar lögð á það að kanna stöðu