Íslenskt mál og almenn málfræði - 01.01.1986, Page 37
35
Um skagfirsku
hætt við að það liggi í augum uppi hvað verið er að rannsaka. Það
er auðvitað mjög óheppilegt að þátttakendur í framburðarkönnun
viti að verið sé að rannsaka framburð þeirra. Þá verður hætta á að
þeir fari að reyna að vanda sig sérstaklega mikið eða breyta fram-
burði sínum á einhvern hátt og hann verði óeðlilegur og ekki mark-
tækur um daglegt mál þeirra. Að vísu eru minni líkur til að þetta
gerist þegar unglingar eiga í hlut, en ef verið er að rannsaka fram-
burð fullorðins fólks getur alls ekki gengið að nota texta af þessu
tagi. Við gerðum okkur þetta ljóst í upphafi. Jafnframt sáum við að
ekki væri mikil von um árangursríka efnissöfnun ef við færum um
landið með segulbandstæki, berðum að dyrum og bæðum fólk
formálalaust að lesa valinn kafla inn á bandið vegna rannsókna-
verkefnis við Háskóla íslands.
Nú mætti e. t. v. halda að eina aðferðin sem gæfi nothæf gögn til
framburðarrannsókna væri sú að taka upp á segulband einhvers
konar óformlegt spjall um hluti sem viðmælendum eru hugleiknir.
A þann hátt ætti að takast best að dylja hið raunverulega markmið
rannsóknarinnar og fá um leið eðlilegt tal inn á bandið. Erlendir
málvísindamenn hafa t. d. stundum reynt að láta viðmælendur sína
segja frá einhverju sem líklegt er að grípi hug þeirra fanginn, t. d.
dæmum um að þeir hafi lent í lífsháska. En í samanburðarrannsókn
af því tagi sem við höfum verið að gera dugir þessi aðferð því miður-
ekki. Við erum nefnilega að skoða ákveðin framburðaratriði sem
sum hver koma aðeins fyrir í tilteknum hljóðasamböndum, stund-
um frekar sjaldgæfum. Ef við tækjum aðeins upp óformlegt spjall
við þátttakendur, væri alveg undir hælinn lagt hvort nokkur dæmi
kæmu inn á bandið um sum þeirra atriða sem við erum að skoða.
Því er hætt við að upplýsingar um ákveðin atriði gæti alveg vantað
i sumar upptökurnar, önnur atriði kæmu 10-20 sinnum fyrir hjá
einum viðmælanda en einu sinni eða tvisvar hjá öðrum. Menn yrðu
h'ka áreiðanlega misjafnlega fúsir til að tjá sig — sumir eru frásagn-
arglaðir, aðrir feimnir. Allur samanburður milli einstaklinga, milli
hynslóða, við rannsókn Björns Guðfinnssonar o. s. frv. yrði þá
næsta tilviljanakenndur.
Sú aðferð sem við höfum notað var tilraun til að sameina að
nokkru leyti kosti þeirra tveggja aðferða sem áður var lýst (lestur
valins texta, óformlegt spjall). Fyrst er rætt við þátttakendur um
atriði er varða uppruna, menntun, störf o. s. frv. Síðan er farið yfir