Íslenskt mál og almenn málfræði - 01.01.1986, Side 38
36 Höskuldur Práinsson og Kristján Árnason
möppu með myndum og spurt um heiti á hlutum sem þar ber fyrir
augu. Myndirnar eru flestar valdar með tilliti til ákveðinna fram-
burðaratriða (þarna er t. d. hvalur, stúlka, hringla, maðkur, banki,
töng, höfði, kaka, bogi o. s. frv.) en inn á milli er skotið öðrum
myndum sem að nokkru leyti eru hafðar til uppfyllingar til þess að
markmið rannsóknarinnar verði ekki of augljóst. Við höfum reynd-
ar með nokkrar myndir af hlutum sem kallaðir eru dálítið mismun-
andi nöfnum eftir því hvar er á landinu (bjúga/sperðill/grjúpán;
fata/skjóla/spanda) og við nefnum fyrst og fremst þennan þátt rann-
sóknarinnar þegar spurt er um tilgang hennar, t. d. þegar við förum
í skóla eða berjum að dyrum hjá fólki og biðjum um viðtal. Myndir
af þessu tagi eru einkum fremst í myndabókinni og við eyðum
gjarna talsverðum tíma í þær, sérstaklega þegar fuilorðið fólk á í
hlut. Á þann hátt reynum við að draga athyglina frá framburðar-
þættinum og yfirleitt tekst það allvel. Að lokinni myndaskoðun eru
þátttakendur svo beðnir um að lesa smátexta á blaði, svona eins og
það sé nánast aukaatriði (enda tekur það mjög stuttan tíma miðað
við hitt). Þegar þarna er komið sögu, eru menn oftast orðnir tiltölu-
lega rólegir og áhyggjulausir og taka þess vegna vel í að lesa smá-
pistil. Textarnir eru allir í frásagnarformi en eru þó tvenns konar. í
fyrsta lagi er almennur texti sem allir lesa. í öðru lagi eru svo ýmsir
sértextar miðaðir við tiltekin mállýskusvæði til að afla frekari upp-
lýsinga um þau mállýskuatriði sem líkur eru á að helst sé að finna á
svæðinu. Þeir textar sem notaðir voru í Skagafirði eru birtir í Við-
bæti. Okkur er auðvitað ljóst að með þessari aðferð fáum við
sjaldnast fram fullkomlega óþvingað talmál — aðstæðurnar eru
svolítið formiegar. Reynsla okkar er þó sú að fæstir gerðu sér grein
fyrir því að við höfðum sérstakan áhuga á því að kanna framburð,
þótt málfræðilærðir menn eigi auðvitað ekki í erfiðleikum með að
sjá í gegnum lestextana. Við fundum hins vegar enga aðferð til að
fá fram óformlegra og óþvingaðra mál án þess að fórna þeim mögu-
leikum til nákvæms samanburðar milli einstaklinga og við eldri
rannsókn sem við vildum halda í. Og með því að byrja á því að
spjalla við fólkið um persónuleg mál þess og snúa okkur síðan að
myndabókunum og líta þar fyrst á myndir af hlutum sem í raun og
veru eru kallaðir mismunandi nöfnum eftir landshlutum, teljum við
að okkur hafi tekist eftir vonum að fá fram eðlilegt talmál, jafnvel
í Iestextunum.