Íslenskt mál og almenn málfræði - 01.01.1986, Side 39
37
Um skagfirsku
1.2 Úrvinnsla og viðfangsefni
Við höfum áður lýst úrvinnslunni í aðalatriðum (Kristján og
Höskuldur 1983:84). Þeir rannsóknamenn sem unnið hafa að þessu
með okkur (aðallega stúdentar á kandídatsstigi í íslenskri mál-
fræði) hlusta á öll böndin, færa upplýsingar um kyn, aldur, búsetu,
menntun, atvinnu o. s. frv. inn á úrvinnslublöð (í formi talna sam-
kvæmt sérstökum lykli), gefa hverjum þátttakanda númer (og eftir
það er hann nafnlaus í könnuninni) og greina þau framburðaratriði
sem til athugunar eru. Helstu athugunarefnin eru talin í (1), ásamt
dæmum um orð þar sem greina má þann mun sem átt er við. (Um
nánari lýsingu má m. a. vísa til bæklings Sigurðar Jónssonar o. fl.
(1986) og meðfylgjandi snældu.):
(1) 1 raddaður framburður (hempa, vanta, stúlka, maðkur)
2 harðmæli/linmæli (fata, kaka, pípa)
3 bð-, gð-framburður (hafði, sagði)
4 Ajg/-framburður (kringla)
5 /c.s-framburður (buxur, fax)
6 /zv-//cv-framburður (hvalur)
7 skaftfellskur einhljóðaframburður (magi, bogi, lögin)
8 mismunur í lengdarreglum (Esja, nepja; íslendingar . . .)
9 skaftfellskur rn-, /7-framburður (Árni, Sturla)
10 flámæli (skyr, skutur; sker, skötur)
11 vestfirskur einhljóðaframburður (banki, töng)
12 vesfirsk áhersla (framan 'í mig, upp 'á þig)
13 höggmæli (Bjarni)
14 fd-, gd-, r<7-framburöur (hafði, sagði, harður)
15 einhljóðun tvíhljóða (lœknir, austur, heyrðu)
16 ýmiss konar „óskýrmæli“ (heimsmeistarakeppni, dagblað)
Gefin er „einkunn“ fyrir hvert framburðareinkenni og er oftast
aðeins um tvær einkunnir að ræða í hverju tilviki, þ. e. 1 eða 2. Sé
orðið stúlka t. d. borið fram með órödduðu /-i ([sdulga]), er gefin
oinkunnin 1 fyrir raddaðan framburð. Fyrir framburð með rödduðu
^i ([sdulk'a]) er gefin einkunnin 2. í sumum tilvikum er gefin milli-
einkunnin 1,5, t. d. ef úrvinnslumanni heyrist að orðið/aía sé borið
fram með hljóði sem sé mitt á milli þess að vera algjörlega ófráblás-
•ö hljóð eins og í venjulegu linmæli og þess að vera sterklega frá-
blásið hljóð eins og í greinilegu harðmæli. Þessar tölulegu upplýs-