Íslenskt mál og almenn málfræði - 01.01.1986, Page 40
38
Höskuldur Práinsson og Kristján Árnason
ingar um framburð hvers einstaklings eru svo slegnar inn í
tölvu og reiknuð út „meðaleinkunn“ hans fyrir hvert framburðar-
atriði. Ef hann hefur t. d. haft raddað hljóð í öllum þeim tilvikum
þar sem raddaði framburðurinn svonefndi var prófaður, fær hann
meðaleinkunnina 2,00 (eða 200 eins og það er yfirleitt skráð) fyrir
raddaðan framburð. Hafi hann aftur á móti aldrei haft raddað hljóð
þar sem á það reynir í orðum á borð við hempa, vanta, stúlka,
maðkur . . ., fær hann meðaleinkunnina 1,00 (eða 100) fyrir þetta
framburðaratriði. Hafi hann aftur á móti ýmist haft rödduð hljóð
eða órödduð í þessum samböndum, liggur meðaleinkunnin ein-
hvers staðar þarna á milli og því nær 200 sem raddaði framburður-
inn hefur oftar komið fyrir.
Öll tölfræðileg úrvinnsla um dreifingu framburðareinkenna eftir
aldri, kyni, búsetu o. s. frv., um tengsl milli framburðareinkenna
og allt annað sem meta má í tölum út frá þessum upplýsingum er
gerð í tölvu með hjálp sérstakra tölfræðiforrita. Þar hefur verið not-
ast við forritasafnið Statistical Package for the Social Sciences
(SPSS). Fyrst var það keyrt á VAX-tölvu Reiknistofnunar Háskól-
ans en nú hefur Málvísindastofnun Háskólans fengið eintak af því
sem unnt er að nota á IBM PC/XT-tölvu stofnunarinnar (SPSS
pc+). Pær tölfræðilegu upplýsingar sem hér fara á eftir eru fengnar
með aðstoð þeirrar tölvu.
Þátttakendur í Skagafirði voru alls 119 og skiptust eftir hreppum
eins og sýnt er í Töflu 1. (Sjá næstu síðu.) Skipting þátttakenda
eftir aldri og kyni er sýnd í Töflu 2. (Einnig á næstu síðu.)
Stærstu aldursflokkarnir eru unglingarnir og sá flokkur sem inni-
heldur þátttakendur úr könnun Björns Guðfinnssonar frá því fyrir
40 árum, enda var lögð mest áhersla á þessa flokka af ástæðum sem
fyrr voru raktar. í heild er nokkuð jöfn skipting milli kynja að öðru
leyti en því að of fáar konur eru í elstu flokkunum af einhverjum
ástæðum og of fáir karlar eru í flokki 21-45 ára. Ástæðan til þess að
hér vantar karla á aldrinum 21-45 ára er sú að mjög erfitt er að ná
í þessa menn úti um sveitir á sumrin — þeir eru annaðhvort á kafi
í heyskap eða við vinnu utan heimilis. Petta er galli sem okkur hefur
reynst erfitt að gera við. Loks eru of fáir í elsta flokknum og verður
að hafa það í huga hér á eftir. í raun kæmi til greina að sameina
hann næstelsta flokknum, en það verður þó yfirleitt ekki gert í þess-
ari grein því að þetta elsta fólk hefur stundum nokkra sérstöðu sem