Íslenskt mál og almenn málfræði - 01.01.1986, Síða 42
40
Höskuldur Práinsson og Kristján Árnason
er forvitnileg þótt hún sé sjaldnast tölfræðilega marktæk í þeim
þætti könnunarinnar sem hér verður sagt frá.
2. Niðurstöður
2.1 Skagafjörður sem mállýskusvœði
Skagafjörður er að ýmsu leyti forvitnilegt svæði frá mállýsku-
fræðilegu sjónarmiði. Þegar Björn Guðfinnsson gerði sínar rann-
sóknir, var t. d. talsverður munur á framburði Skagfirðinga eftir
því hvort þeir bjuggu „austan Vatna“ eða „vestan Vatna“ — þ. e.
austan eða vestan við Héraðsvötn. Raddaði framburðurinn norð-
lenski (að bera fram rödduð hljóð á undan p, t, k í orðum eins og
stelpa, hempa, vanta, heimta, maðkur, stúlka, banki) var einkum
bundinn við austurhluta Skagafjarðar og harðmælið svokallaða (að
bera fram fráblásið p, t og k í orðum eins og hlaupa, fata, akur) var
líka algengara austan Héraðsvatna en vestan (sbr. t. d. Björn Guð-
finnsson 1946:181-184, 1964:30-31). Fleiri framburðareinkenni
sem stundum eru kennd við Norðurland fundust líka í Skagafirði.
T.d. má nefna að bð-, gð-framburði brá fyrir þar (Björn Guðfinns-
son 1964:162 — þessi framburður var reyndar ekki bundinn við
Norðurland, sbr. sama rit bls. 169), en þetta framburðareinkenni
felst í því að borið er fram lokhljóð á undan ð í orðum eins og hafði
og sagði þar sem flestir hafa önghljóð. Loks má telja ng/-framburð-
inn, en hann er oft talinn norðlenskt einkenni og kemur þannig
fram að Iokhljóðið g heyrist greinilega á milli nefhljóðs og / í orðum
eins og hringla og kringla t. d. Pessi framburður fannst m. a. í
Skagafirði þegar Björn gerði sínar rannsóknir (Björn Guðfinnsson
1964:68). Okkur þótti því ekki síst forvitnilegt að skoða hver væri
staða þeirra „norðlensku“ framburðareinkenna sem nú voru talin.
Höfðu þau kannski öll látið undan fyrir þrýstingi þess „meirihluta-
framburðar“ sem tíðastur er á hinu volduga Suðvesturhorni sem
svo er kallað? Höfðu einhver einkenni haldið sér betur en önnur?
Þetta verður nú rakið í næstu undirköflum. Tíðni hinna einstöku
framburðareinkenna verður skoðuð, athugað hver munurinn er eft-
ir aldurshópum, milli kynja, eftir hreppum o. s. frv., og auk þess
verða niðurstöðurnar bornar saman við niðurstöður Björns Guð-
finnssonar til að athuga þróunina sl. 40 ár.