Íslenskt mál og almenn málfræði - 01.01.1986, Side 67
65
Mörk orðmyndunar og beygingar
ritum sem stöðugt er vísað til, og verður hér ekki gerð tilraun til að
greiða úr þeirri flækju. Þessi fyrsti kafli er tilraun til að finna um-
ræðum um þessi efni traustari grundvöll.
í því sambandi skiptir viðhorf skoðandans til málfræði almennt
talsverðu máli, og geri ég því í upphafi (1.1) stutta grein fyrir
nokkrum þeim þáttum viðhorfa minna sem viðfangsefnið varða.
Síðan (1.2) verður gefin nokkurs konar skilgreining á beygingu og
orðmyndun og fjallað nokkuð um hana, fyrst og fremst þær hliðar
sem seinna verður vísað til er miðmynd í íslensku verður markaður
bás.
1.1 Nokkrir almennir undirstöðuþættir
í megindráttum virðist mér mega líta á tungumál frá tvennum
sjónarhóli: annars vegar má líta á frálegðina (output), þ. e. yrðing-
ar málsins, og hins vegar það málkerfi (grammar) sem „framleiðir“
þá frálegð, sem sagt „gangverk“ málnotkunarinnar (sbr. Andersen
1973, Linell 1979:9-12).2 Til að skilja til fulls eða útskýra frálegðar-
fyrirbæri ákveðins tungumáls verður að skyggnast undir yfirborðið
og skoða gangverkið, málkerfið, eins og það er í huga hvers málnot-
anda.
Það kerfi sem framleiðir frálegðina er að miklu leyti ómeðvitað í
huga hvers málnotanda og beinn aðgangur að því ómögulegur.
Hver málnotandi hefur þó vitaskuld aðgang að fleiri þáttum í sínu
kerfi en annarra, m. a. með sjálfskoðun (introspection) (sbr. Linell
1979:12-15). Skipulegar rannsóknir með tilraunum á hinu huglæga
málkerfi eru ákaflega seinlegar og vandasamar, svo vitneskja þaðan
fengin er mjög á frumstigi enn. Því verður að styðjast allmjög við
það sem sennilegast þykir eftir skynsamlegar rökræður og notkun
annarra leiða sem veita einhvers konar aðgang að málkerfinu. Þær
leiðir sem sífellt er skírskotað til í þessu sambandi eru athuganir á
sögulegum málbreytingum, máltöku og máltruflunum, ekki síst
málstoli (afasíu), en einnig á venjulegu mismæli (sjá um það t. d.
Fromkin 1975).
Það þarf samkvæmt framansögðu ekki að vera nein yfirsjón þótt
málfræðingur geri í samtímalegri lýsingu ekki grein fyrir einhverj-
2 Auk þeirra rita sem vísað er í um einstök atriði í þessum undirkafla koma við-
horf af skyldu tagi m. a. fram hjá Hankamer (1977), Haber (1975) og McCawley
(1976), að öðru leyti skal vísað til Linells (1979) um frekari tilvísanir.