Íslenskt mál og almenn málfræði - 01.01.1986, Side 69
Mörk orðmyndunar og beygingar
67
hefur verið platónskar formdeildir, þ. e. formdeildir sem afmarkast
af nauðsynlegum og nægjanlegum eiginleikum, og verði allir full-
trúar að hafa þá alla. Samkvæmt prótotýpukenningunni er það oft
svo, að formdeildir hafa nokkra skilgreinandi eiginleika, og dæmi-
gerðustu fulltrúarnir hafa þá alla í senn, en þeir jaðarlægu aðeins
suma. Þannig hefur t. d. dæmigerðasta þolmynd í íslensku m. a.
frumlag fremst, og það stýrir kyni og tölu lýsingarháttar, t. d. Gest-
urinn var barinn, en hin jaðarlæga ópersónulega þolmynd hefur
hvorki eiginlegt frumlag né sambeygingu, t. d. Það var dansað (sjá
prótotýpiska greiningu á þolmynd hjá Kjartani G. Ottóssyni
(hdr.)). Út til jaðranna á formdeildum geta málnotendur verið
óöruggir um það hvort einstök tilfelli falla utan eða innan mark-
anna. Stundum sker þó málvenja úr um stök dæmi, og má þá segja
að mörkin séu að því leyti „lexikaliseruð" (sjá Kjartan G. Ottósson
1986). Til að afmarka svið tiltekinnar formdeildar er samkvæmt
framansögðu ekki vænlegast að fikra sig eftir jöðrunum, heldur
byrja „innan frá“, á því sem miðlægast er og öruggast og athuga
síðan, hvernig merking eða inntak formdeildarinnar þynnist út til
jaðranna. Með því móti er ekki heldur lokað augunum fyrirfram
fyrir fjölbreytileika þeim sem ein formdeild kann að rúma.
Prótotýpukenningin hefur gert hina sígildu skoðun meira aðlað-
andi, að beygingarfræði og setningafræði endurspegli að verulegu
leyti merkingu eða inntak.* * * 4 Þau dæmi sem auðvelt er að benda á um
ósamræmi þarna á milli og m. a. eru notuð til stuðnings kenning-
unni um að setningafræðihluti málkerfisins sé sjálfstæður (auton-
omous syntax), snerta gjarnan hin jaðarlægari tilfelli, þar sem hins
vegar hin miðlægu tilfelli endurspegla inntakið betur. Inntak
(content) má nota sem víðara hugtak yfir bæði eiginlega merkingu
og einhvers konar mállegt hlutverk án eiginlegrar merkingar. Pann-
ig eru til merkingarsnauð (eða tóm) „hlutverksorð“ (eða
,,markers“), og ýmis beygingarmyndön, t. d. fallamyndön, eru oft
án eiginlegrar merkingar.
Að mínu mati má þannig í grundvallaratriðum líta á málkerfið
sem farveg fyrir inntakið. Þetta kemur m. a. fram á þann hátt að
allvíða síðan. í Government and Binding-kenningakerfinu má einnig finna hug-
myndir sem minna á þetta („core grammar" — „periphery", sjá t. d. Chomsky
1981:8-9, sbr. „uniformity principle" hjá Chomsky 1981:126-127).
4 Þetta er kenningin um „iconicity", sjá t. d. Wurzel (1984) og Givón (1984).