Íslenskt mál og almenn málfræði - 01.01.1986, Page 70
68 Kjartan Ottósson
málkerfið takmarkar tjáningarmöguleikana, með því að ekki hafa
öll mál sömu formdeildir, og mótar þá líka í einstökum atriðum,
með því að formdeildir sem í prótotýpiskum tilfellum eru þær sömu
í tveim málum eru ólíkari út til jaðranna (sbr. Dahl 1985).
1.2 Orðmyndun og beyging
1.2.0
Samkvæmt því grundvallarviðhorfi sem hér hefur verið gerð
grein fyrir, skiptir öllu hvort aðgreining beygingar og orðmyndunar
eigi sér stoð í raunverulegri hugarstarfsemi málnotenda (sé „psy-
chologically real“) eða sé aðeins rótgróin málfræðileg hefð við
flokkun á frálegðarfyrirbærum.
Hér verður því fyrst (1.2.1) vikið að þeim rótum sem þessi að-
greining á reyndar í hugarstarfseminni. Síðan verður stungið upp á
skilgreiningu sem setur grundvallarmuninn milli beygingar og orð-
myndunar, nánar tiltekið afleiðslu, í málfræðilegt samhengi
(1.2.2). Þá er fjallað um það, hvernig þau greinimörk sem af skil-
greiningunni leiðir koma heim og saman við annars vegar það sem
alltaf er kennt við beygingu (1.2.3) og hins vegar það sem eindregið
er talið til orðmyndunar (1.2.4), og leitað skýringa á undantekning-
um frá skilgreiningunni. Að lokum (1.2.5) verður lítillega hugað að
sambandi formlegra einkenna beygingar og orðmyndunar við
merkingu eða inntak.
1.2.1 Grundvöllur aðgreiningarinnar í sálarlífsfyrirbærum
í beygingarmálum á borð við grísku, þar sem hver sögn getur
jafnvel staðið í nokkur hundruð myndum, er ljóst að málnotandinn
man ekki sérstaklega sérhverja mynd af einstökum sögnum. Engu
að síður getur hann skilið og myndað hvaða beygingarmynd sem er
þegar þörf krefur, jafnvel þótt hann hafi aldrei heyrt viðkomandi
mynd áður. Málnotandinn leggur á minnið les (lexem) í einhverri
„styttri" mynd, en yfirleitt ekki paradigmu sem slík. Síðan beitir
hann að jafnaði reglum af einhverju tagi til að mynda hverja beyg-
ingarmynd þegar hann þarf að nota hana (sbr. t. d. Miller
1978:112-118).5
5 Vert er að gefa því gaum, að beygingarreglur eru fyrst og fremst til hagræðis
þegar þær eru notaðar í aðra áttina, til uppbyggingar beygingarmynda út frá orð-
stofninum, miklu síður í hina áttina, til sundurgreiningar beygingarmynda utan frá.