Íslenskt mál og almenn málfræði - 01.01.1986, Side 71
69
Mörk orðmyndunar og beygingar
Verkan slíkra reglna kemur í Ijós við mismæli, þegar reglulega
mynduð beygingarmynd sem þó er ekki til í málinu er notuð í stað
hinnar raunverulegu myndar sem er óregluleg, t. d. búðu í stað
bjuggu. Má sjá hvernig slíkar reglur koma upp við máltöku. Talið
er að fyrst læri börn einstakar beygingarmyndir sem slíkar, og læri
síðar að beita reglum til að leiða út paradigmu. Nota þá börnin
beygingarreglur líka þar sem þær eiga ekki við og segja t. d. faraði
eða eitthvað slíkt þótt þau hafi áður lært fór (sjá t. d. Clark & Clark
1977:342-346). í málsögu birtast áhrif beygingarreglna í því að
reglulegar myndir koma í stað óreglulegra.
Við beygingu eru sem sé notaðar virkar reglur, og að því leyti er
hún sambærileg við venjulega samröðun orða í setningu. En fyrir
utan það að beyging verður innan marka eins orðs, er það ekki
nærri alltaf svo í beygingarmálum af svipaðri gerð og t. d. gríska og
íslenska („flekterandi“ málum), að einfaldlega sé raðað saman ein-
ingum (þ. e. myndönum, morfemum). í þess stað skarast „eining-
arnar“ og renna saman á flókinn hátt, eins og nánar verður vikið að
hér síðar.
Með því að nota virkar reglur við beygingu er létt á huganum. En
að því þarf þó ekki að vera hagræði við beygingarmyndir algeng-
ustu orðanna. f»ær getur verið hentugast að hafa tilbúnar „á lager“,
enda gera málnotendur það. Pað kemur fram í þeirri alþekktu
staðreynd, að óreglulegar myndir algengustu orðanna standast bet-
ur tilhneigingu til að gera beygingarmyndir reglulegar en myndir
sjaldgæfari orða.
Vissulega er víðar hægt að finna skyldleika í merkingu og formi
milli orða en þar sem um beygingu er að ræða. í þeim tilfellum
leggja menn þó orðin á minnið sérstaklega hvert fyrir sig. Menn
geta þá jafnan sagt til um það, hvort þeir hafi heyrt hvert orð eða
ekki, en það geta menn ekki með beygingarmyndir. Komið hefur í
ljós að það eru aðeins augljósustu tengslin af þessu tagi sem allir
málnotendur gera sér grein fyrir, annars er mjög einstaklingsbund-
inn úr endingunum. Hljóðmynd beygingarendinga er nefnilega svo oft margræð ein
sér, einsog t. d. enskai-endingin getur táknað 3. persónu eintölu, fleirtölu nafnorða
og eignarfall. Það er fyrst þegar orðstofninn er skilinn og flokkaður (m. a. út frá
formgerð setningarinnar) sem auðvelt er að flokka endinguna. Því er líklegt að sund-
urgreining beygingarmynda í raunveruleikanum gangi á einhvern hátt í gegnum orð-
stofninn.