Íslenskt mál og almenn málfræði - 01.01.1986, Side 74
72 Kjartan Ottósson
aði, (ég) skrifa o. s. frv. Mikilvægt er að veita því athygli, að orð-
myndun lýsir tengslum milli orða sem þegar eru fyrir hendi, en
beyging má segja að geti framleitt beygingarmyndir eftir þörfum.
Grundvallarmunurinn á beygingu og orðmyndun liggur þá í því,
ef notuð eru íðorð málfræðinnar, að beyging er „paradigmatisk“,
en orðmyndun „lexíkölsk“. Með skilgreiningunni hér er þannig
miklu af verkinu velt áfram yfir á hin málfræðilegu grundvallar-
hugtök „paradigma“ og „les“. Pau tengsl sem beyging lýsir eru sem
sagt tengsl innan paradigma, með þeim eiginleikum sem paradigmu
hafa og raktir verða hér á eftir. Orðmyndun fjallar hins vegar um
tengsl milli orða innan orðasafns málsins (lesasafnsins, lexíkons-
ins), og þau tengsl eru af talsvert öðru tagi.
„Les“ er sértæk eining, sem ekki kemur fyrir sem slík í segðum
málsins, heldur samsvarar frekar uppflettiorði í orðabók. Tákna
má les með upphafsstöfum til aðgreiningar (eins og Matthews
1974:22), t. d. (sögnina) skrifa. Lesum tilheyra aftur einstakar
beygingarmyndir sem saman mynda paradigma (sbr. Bergenholtz
& Mugdan 1979:117, Matthews 1974:20-23). í beygingarmyndum
fer saman sérstök hljóðmynd og sérstakt inntak, þannig að t. d. 2.
persóna eintölu í framsöguhætti nútíðar af (sögninni) skrifa er
annað en 3. persóna, þótt báðar hafi hljóðmyndina /skrifar/.
Málfræðingar hugsa sér að les feli í sér allt það sem málnotandinn
þarf að vita um einstök orð til að geta notað þau. Hvert les hefur
sérstaka merkingu, sem ekki er hægt að segja fyrir út frá merkingu
annarra lesa, og sömuleiðis sérstaka hljóðmynd, sem notuð er sem
grunnur til að leiða út hljóðmyndir einstakra beygingarmynda.
Ýmist er gert ráð fyrir því að hljóðmynd einnar beygingarmyndar
sem er hlutlausust eða minnst merkt/ómerkt (t. d. nafnháttur
sagna, nf. et. af fallorðum) sé notuð sem grunnmynd, eða einhver
stofn sem sameiginlegur sé hinum einstöku beygingarmyndum, en
þetta skiptir ekki máli fyrir viðfangsefnið hér.1" Auk þessa hefur les
orðflokk" og ýmsa setningafræðilega þætti sem ekki er hægt að
10 Sá kostur er við að gera ráð fyrir grunnmynd, að þar með fellur brott sú hljóð-
kerfislega sértekning, sem stundum þarf til að leiða út stofn sem e. t. v. kemur aldrei
fyrir einn og sér. Sjá annars umræðu hjá Linell (1976).
'1 Að vísu er flokkaskipting eftir prótotýpukenningunni að miklu eða mestu leyti
fyrirsegjanleg út frá merkingu, að því er varðar hina stóru opnu flokka, sbr. Kjartan
G. Ottósson (1986).