Íslenskt mál og almenn málfræði - 01.01.1986, Síða 75
Mörk orðmyndunar og beygingar 73
segja fyrir með almennum reglum, t. d. hvers konar andlag sagnir
taka, beygingarflokk og kyn þar sem það á við.
Orðmyndunartengsl eru þannig strangt til tekið milli sértækra
eininga, t. d. sagnarinnar skrifa og nafnorðsins skrift, en ekki
t. d. milli nh. skrifa og nf. et. skrift. Les eru tengd ef merkingin er
nógu skyld og hljóðmyndin nægilega lík til að málnotendur setji
þau í samband.
Paradigma ergrundvallarhugtak í beygingarfræðinni. Samkvæmt
„Word and Paradigm“-aðferðinni beygjast orð þannig, að lesið fær
beygingarþætti, sem kalla á ákveðna beygingarvísa, t. d. fær
skrifa þættina „3. persóna“ og „eintala“, sem kalla á beygingarvís-
inn /r/. Paradigma myndast þegar fullbúnar beygingarmyndir, á
borð við 3. p. et. fh. nt. af skrifa: /skrifar/, koma út úr þessum
tengingum. Nú er það skilgreinandi fyrir paradigma að þessi teng-
ing less og beygingarþáttar verði sjálfkrafa, þ. e. öll les sem til álita
koma geti tengst sömu beygingarþáttum, án þess að vita þurfi það
sérstaklega um hvert tilfelli. Enn fremur felur sjálfvirknin í sér að
út úr hverri tengingu fáist beygingarmyndir með fyrirsegjanlegt inn-
tak og hljóðmynd.': Þessi þrjú atriði eru þau greinimörk sem nota
má í einstökum tilfellum. Petta veldur því að ekki þarf að leggja á
minnið einstakar beygingarmyndir. Þar með er ekki sagt að það geti
ekki verið hagkvæmt þegar myndirnar eru mjög algengar, sbr.
1.2.1.
1.2.3 Eiginleikar beygingar í reynd
Hugum nú nánar að því, hvernig þau greinimörk sem skilgrein-
ingin hér að framan felur í sér falla í reynd að því sem hikstalaust
hefur verið kallað beyging. Ákveðnar undantekningar frá skilgrein-
ingunni sem almennar eru verða ekki taldar stefna aðgreiningunni
í hættu. Greinimörkin eru þrenns konar, en eru samofin og styðja
12 Leggja verður áherslu á að sjálfvirkni er ekki það sama og frjósemi. Orðmynd-
unarviðskeyti eru frjósöm þegar þau eru notuð til að mynda ný orð. t. d. -isti í hass-
isti, en engu að síður verða málnotendur að læra þessi nýju orð. Erlcndir generatífir
málfræðingar hafa gjarnan horft burt frá þessum mun, og nota þá hugtakið „produc-
tivity" jafnvel um ýmis setningafræðileg ferli, svo sem myndun þolmyndar, sem alls
ekki mynda neitt varanlegt (einstakar þolmyndarsetningar). Þetta kæruleysi skyldi
þó aldrei vera arfur frá þeim tíma þegar generatífir málfræðingar gleymdu hlut orða-
safnsins að mestu (frá tímanum fyrir birtingu hinnar svokölluðu „lexicalist hypothes-
is“ 1970, sjá Newmeyer 1980:114-120)?