Íslenskt mál og almenn málfræði - 01.01.1986, Síða 77
75
Mörk orðmyndunar og beygingar
tölu,15 ýmis lýsingarorð, t. d. dauður, taka ekki stigbreytingu,16
sumar sagnir geta ekki staðið í boðhætti, t. d. vilja, og ýmsar veður-
farssagnir m. a. geta í persónuháttum aðeins staðið í 3. p. et., t. d.
snjóa. Hér er a. m. k. að mínu mati ekki um að ræða takmörkun
möguleika í þeim skilningi að aldrei er þörf fyrir þá liði sem vantar,
merkingin, sem hið „prímera“, kallar aldrei á þá.
Annað greinimarkið sem leiðir af skilgreiningunni varðar merk-
ingu eða inntak liðanna. í ströngustu hugsanlegu mynd mundi þetta
fela í sér að bæði stofninn og beygingarþættirnir yrðu að hafa sama
inntak í öllum samböndum, en í raun þarf inntak beygingarmyndar
aðeins að vera fyrirsegjanlegt út frá inntaki less og beygingarþáttar.
Hér er tvennt sem hefur áhrif, annars vegar umhverfi í setningunni,
hins vegar merking lessins. Oft er notkun beygingarþáttar mjög
margbreytileg, t. d. viðtengingarháttar í íslensku (Kristján Árna-
son 1981). Ef inntakið fer alveg eftir umhverfi í setningunni þarf
það ekki að skipta máli skilgreiningarinnar vegna, eins og nánar
verður rætt í 1.2.5. En til er líka að inntak beygingarþáttar lagi sig
eftir merkingu lessins til að geta samþýðst honum. Yfirleitt táknar
t. d. boðháttur í íslensku skipun til viðmælanda um að gera eitt-
hvað sem honum er þá sjálfrátt, en þegar hann er notaður af öðrum
sögnum getur hann táknað ósk, t. d. Drepstu!'1 (sbr. Faarlund
1985:150-51).1S
Friðja greinimarkið varðar hljóðmynd beygingarmyndanna og
felur í strangasta skilningi í sér að hljóðmynd sérhvers þeirra skal
eða z að nýrra hætti, en hvorki t. d. pobezu né pobezdu ‘ég mun sigra’ er til. Þetta
er annars eðlis en merkingarlegu ástæðurnar, sem skýra má með hjálp prótotýpu-
kenningarinnar; þetta er ekki unnt að skýra með tilvísun til eðlis sjálfra formdeild-
anna, heldur eru þetta sérstakar undantekningar bundnar einstökum lesum.
15 Oft er bent á nafnorð sem hafa aðeins fleirtölu (pluralia tantum), t. d. skceri,
buxur. Þetta fyrirbæri hefur oft einhvern merkingarlegan grundvöll, eins og hnífa
skæranna og skálmar buxnanna.
16 Óbeygjanleg lýsingarorð eins og hissa hafa stundum setningafræðilegar um-
orðanir eins og meira hissa. Mismunandi hegðun slíkra lýsingarorða gagnvart fall-
beygingu og stigbreytingu er að öllum líkindum tengd því, að hið síðarnefnda er val-
þáttur lýsingarorðsins (sbr. 1.2.5).
17 Hér getur líka verið e. k. aðlögun (attractio), sbr. Farðu burt eða drepstu
hérna! Þetta má skilja sem: Farðu burt, annars muntu drepast hérna (þitt er valið)!
IS Stundum er notkun beygingarþáttar að einhverju leyti sérstæð í einstökum til-
fellum í föstum samböndum, t. d. þgf. í gyrðursverði, og verður að leggja slík tilfelli
á minnið sérstaklega, þótt að öðru leyti sé inntakið sjálfvirkt.