Íslenskt mál og almenn málfræði - 01.01.1986, Page 78
76 Kjartan Ottósson
mynduð af hljóðmynd lessins og beygingarvísi þeim sem samsvarar
viðkomandi beygingarþætti.'1' Petta greinimark hefur í reynd minna
að segja að fullnægðum skilyrðum um fyllingu bása og fyrirsegjan-
legt inntak. Þar skiptir þó reyndar meginmáli samloðun paradigm-
ans, þ. e. hve umhverfið í setningunni veitir mikið aðhald til að
halda paradigmanu saman, eins og fjallað er um í 1.2.5. Ef hljóð-
myndirnar eru mjög óreglulegar er vafasamur ávinningur að því að
leiða beygingarmyndir út með reglu, og þó helst ef merkingin eða
inntakið er mjög fastskorðað af umhverfinu í setningunni.
Málin horfa mjög misjafnt við hvað varðar beygingarvísi annars
vegar og les hins vegar. Algengt er að einn og sami beygingarþáttur
sé táknaður á mismunandi hátt eftir lesum. Fylgjast þá gjarnan að
táknanir fleiri en eins beygingarþáttar, þannig að myndast beyging-
arflokkar. Sagnir í íslensku hafa t. d. beygingarflokka, a. m. k.
flokkana veikar og sterkar sagnir, þar sem ekki aðeins þátíðarstofn
og persónu-töluendingar þátíðar eru mismunandi, heldur einnig
nútíðarbeygingin að vissu marki. Þessir beygingarflokkar geta ver-
ið alveg ófyrirsegjanlegir út frá öðrum atriðum og verður þá að læra
sérstaklega hvaða flokki hvert orð tilheyrir. Þannig getur þó engu
að síður verið ávinningur að því að leiða myndirnar út með reglu,
sem aðeins yrði að bæta við upplýsingum um beygingarflokk, svo
sem að sögn hafi sterka beygingu. Á hinn bóginn er fremur sjald-
gæft að ekki sé sami stofn í öllu paradigmanu (það kallast stofn-
beyging, ,,suppletio“). Slíkt kemur helst fyrir í sumum algengustu
orðunum, helst „hlutverksorðum“ (function words), svo sem per-
sónufornöfnum.20 í hinum stóru „opnu“ orðflokkum er stofnbeyg-
ing undantekning, og sami stofninn út í gegn í yfirgnæfandi meiri-
hluta hliðstæðra paradigma.21
Til yfirlits má rifja upp, að merkingin setur strik í reikninginn
19 Undir þetta greinimark má telja að það falli að beygingarþættir breyti ekki um-
hverfi lesa í hljóðmynd setninga á ófyrirsjáanlegan hátt, eins og t. d. ef fallorð skipta
um kyn í fleirtölu (fóturinn —fœturnar) eða sagnir skipta um flokkunarramma í mið-
mynd (venja e-n við e-ð — venjast e-u).
2,1 Stofnbeyging er gjarnan af gerðinni góður — bet-ri, go — wen-t, þ. e. með
þekkjanlegri beygingarendingu, frekar en af gerðinni wor-se, þar sem öll beygingar-
myndin er afbrigðileg (sbr. einnig wor-st með þekkjanlegri endingu).
21 Ástæðan er ekki aðeins sú, að útbreidd stofnbeyging ylli miklu álagi á minnið,
heldur einnig sú, að málnotendur hafa ríka tilhneigingu til að tengja mismunandi
merkingar mismunandi hljóðmyndum lesa (Anttila 1972:143).