Íslenskt mál og almenn málfræði - 01.01.1986, Side 79
77
Mörk orðmyndunar og beygingar
bæði með því að ekki hafa öll orð sama orðflokks þörf fyrir alla
beygingarvísa, og einnig með því að inntak merkingarvísa aðlagar
sig að merkingu orðstofnsins, ennfremur hafa beygingarvísar oft
fleiri en eina hljóðmynd, þannig að myndast beygingarflokkar.
1.2.4 Eiginleikar orðmyndunar í reynd
Orðmyndun (þ. e. afleiðslu) má með miklum rétti kalla landa-
mærabelti milli beygingar annars vegar og einangraðra lesa hins
vegar, belti sem hefur ekki neina sérstaka skilgreinandi eiginleika
sem væru séreign þess eins, heldur hefur orðmyndun nokkuð af eig-
inleikum þeirra fyrirbæra sem falla undir aðliggjandi svæði, en ekki
í jafnmiklum mæli og þau. Mörkin gagnvart ótengdum orðum eru
ákaflega óglögg og mismunandi eftir málnotendum. Orð sem ein-
hvern tíma hafa almennt verið tengd í málvitund manna geta ein-
angrast hvert frá öðru við þá sjálfstæðu þróun sem er einkennandi
fyrir les. Slík tengsl falla undir orðsifjafræði (etýmológíu),
þ. e. a. s. tengslin eru aðeins málsögulegs eðlis (sbr. Matthews
1974:55).
Hvað varðar mörk orðmyndunar gagnvart beygingu má segja að
orðmyndun sé það sem uppfyllir ekki skilyrðin fyrir beygingu, sem
sagt það sem fellur á prófinu. Pað er í fyrsta lagi dæmigert fyrir orð-
myndun, að ekki er hægt að fylla á reglulegan hátt bása í því sem
ætti að vera paradigma. Gjarnan eru nefnd sem dæmi um þetta við-
skeyti sem mynda verknaðarnafnorð af sögnum. Úr íslensku mætti
einmitt taka sem dæmi viðskeytið -ing, sem sérstaklega er algengt
við afleiðslu af ija-sögnum (sbr. Torp 1909/1974:30-31), og mætti
þá hugsa sér sem hluta af þeim beygingarflokki. Til er beiting af
beita, breyting af breyta, en hins vegar ekki t. d. 'nefning,
*dœming, *hræðing, *œping.~ Götin eru því ekki fyrirsegjanleg
með neinni almennri reglu. Því verða málnotendur að læra hvert til-
felli sérstaklega, og orðabókahöfundar að sýna í hverju tilfelli hvort
verknaðarnafnið er til.
Þegar kemur að hinum greinimörkunum má annaðhvort byrja á
því að reyna að leiða mynd með ákveðna merkingu af grunnmynd-
Stundum eru að vísu verknaðarnöfn afleidd af í;a-sögnum með öðrum við-
skeytum, svo sem -(u)n (skírn, skemmtun) eða -sla (færsla), og samsvara þá óreglu-
legurn beygingarmyndum, en svo er ekki í dæntunum hér.