Íslenskt mál og almenn málfræði - 01.01.1986, Qupperneq 80
78 Kjartan Ottósson
um og athuga hvort hljóðmyndin er regluleg, eða bæta ákveðinni
endingu við grunnmyndirnar og athuga hvort merkingin er fyrir-
segjanleg.
Ef athuguð er merking hinna einstöku liða í paradigma, sem
reynt er að setja upp fyrir orðmyndunarfyrirbæri á grundvelli end-
ingar með ákveðna hljóðmynd, kemur í ljós að merkingin er oft
ekki fyrirsegjanleg í hverju tilfelli. Oft tákna t. d. orð afleidd með
-ing af ý'fl-sögnum áþreifanlegan hlut, ýmist við hlið verknaðar-
merkingarinnar, t. d. sending, eða eingöngu, t. d. fylking.27,
Það sama er uppi á teningnum ef reynt er að mynda með reglu af-
leidda liði með tiltekna merkingu af ákveðnum grunnmyndum,
verknaðarheiti geta verið t. d. skírn, fœrsla í staðinn fyrir *skíring,
*færing. Hér gildir það sama og við beygingu, að ef hljóðmyndin er
of óregluleg, er vafasamur ávinningur af að leiða hana út með reglu
í stað þess að muna hana.
Það er dæmigert fyrir orðmyndunarfyrirbæri að þau falla á öllum
þremur prófunum, að svo miklu leyti sem unnt er að greina þau í
sundur. Þriðja greinimark beygingar, hljóðmyndin, hefur í raun-
inni minni þýðingu en hin, þar sem það er til lítils að setja upp bása
fyrir paradigma á svo götóttum grundvelli sem hin greinimörkin
gefa. Ekki er unnt að gera ráð fyrir beygingarflokkum eða stofn-
beygingu (suppletio) eins og oft er gert þegar um beygingu er að
ræða, nema formlega skilyrðið og merkingarskilyrðið hafi þegar
lagt grundvöllinn.24
23 t>að hefur enga þýðingu eitt sér, að myndir sem formsins vegna gætu verið
sagnarsértök hafa ekki þá merkingu sem vænst var. Það er m. a. mjög einkennandi
fyrir beygingu, að fleiri en einn beygingarþáttur hefur sama beygingarvísi, eins og
eignarfallið girl’s og fleirtalan girls. Hvað varðar sagnarsértök er hins vegar óvænta
merkingin greinilega skyld hinni sem búist var við, og aukamerking af þessu tagi er
sífellt að koma upp, einnig af nýjum orðum. Þetta er ólíkt margræðninni hjá sagn-
endingunni -st, þar sem aukamerkingarnar (þ. e. aðrar en „anti-kásatíf“ og þol-
myndarmerking) eru nánast sögulegar leifar (undantekning eru „einkunnarsagnir“,
en þær hafa yfirleitt aldrei sama sagnstofn og umgetnir aðalflokkar).
24 Anderson (1982:585-586) bendir réttilega á, að óregluleiki í viðskeytum
enskra sagnarsértaka (t. d. descrip-tion, laugh-ter, recit-al) sker ekki úr um að þessi
sagnarsértök séu orðmyndunarfyrirbæri, heldur gæti hér verið um að ræða mismun-
andi beygingarflokka. Allt veltur hér á því hvort það sé rétt hjá Anderson, að til sé
eitthvert sagnarsértak fyrir sérhverja sögn. Svo mikið er víst, að myndun sagnarsér-
taka er miklu „frjórri" í ensku en íslensku.