Íslenskt mál og almenn málfræði - 01.01.1986, Page 81
79
Mörk orðmyndunar og beygingar
1.2.5 Merkingarlegar hliðar aðgreiningarinnar
Mikilvægt er fyrir viðfangsefnið hér að gera sér ljósa grein fyrir
því, hve gífurlega mismunandi staða hinna einstöku beygingarþátta
getur verið í málkerfinu. Þetta er mikilvægt til að hindra villandi
samanburð miðmyndar við t. d. föll. Til að sýna þetta má líta á
nokkra beygingarþætti í íslensku. Atriðin sem hér skipta máli eru
annars vegar andstæðan val — stýring og hins vegar tengsl beyging-
arþáttar við merkingu lessins.
Sumir beygingarþættir fela í sér ótvírætt val af hálfu málnotand-
ans.25 Slíka þætti má kalla valþætti (Eiríkur Rögnvaldsson 1986:56
kallar þá grunnþætti eftir Halldóri Á. Sigurðssyni 1982:7). Þannig
velur málnotandinn hvort nafnorð eru í eintölu eða fleirtölu,
ákveðin eða óákveðin, og velur tíð sagna. Þessir þættir eru eigin-
leikar orðanna sem þeir eru tengdir, en geta hins vegar yfirfærst á
önnur orð líka eins og segir nánar hér rétt á eftir.
Aðrir beygingarþættir eru það sem kalla má einu nafni stýrða
þætti, þar sem beygingarþátturinn er stýrður af vali utan orðsins
sjálfs (Eiríkur Rögnvaldsson 1986:56 kallar þá ummyndanaþætti
eftir Halldóri Á. Sigurðssyni 1982:7). Undir þetta mætti fella þætti
sem lýsa tengslum milli orða og ákvarðast af uppbyggingu setning-
arinnar. Á þann hátt má oft líta á föll nafnorða, þannig að t. d.
nefnifall sýni oft frumlag sagnar, þolfall oft andlag sagnar og eign-
arfall sýni oft nánari ákvörðun nafnorðs (stöðubundin (strúktúrell)
föll).
Stundum stjórnast táknun ákveðins beygingarþáttar algerlega af
ákveðnu öðru orði í setningunni, er yfirfærð af öðru orði, svo sem
fleirtalan og karlkynið af nafnorðinu í stórir menn. Þetta eru sam-
beygingarþættir, sem hafa það hlutverk að sýna hvað á saman í
setningunni. Þeir geta verið annað hvort orðasafnsþættir uppruna-
orðsins (inherent) eða valþættir þess. Yfirfærður orðasafnsþáttur er
þannig kyn lýsingarorðs sem komið er af nafnorðinu sem það stend-
ur með, og persóna sagnar sem er yfirfærð af frumlagi hennar. Yfir-
færðir valþættir eru hins vegar tala lýsingarorða og sagna og
ákveðni lýsingarorða. Enn ein tegund stýringar er það sem kallað
hefur verið „orðstýring" (Eiríkur Rögnvaldsson 1986:71). Hér
2? Umfjöllunina hér má bera saman við Anderson (1985). Aðrir enskumælandi
höfundar (t. d. Hockett 1958:209-211, Robins 1964:256-257) hafa ekki alltaf áttað
sig á þessum margvíslegu hlutverkum beygingarformdeilda.