Íslenskt mál og almenn málfræði - 01.01.1986, Síða 82
80
Kjartan Ottósson
stýra einstök les beygingarþáttum í öðru orði,26 án þess að um eigin-
lega yfirfærslu sé að ræða, þótt þessi tengsl sýni reyndar líka hvað
saman á. Af þessu tagi er failmörkun sagna að því er varðar þágu-
falls- og eignarfallsandlög og aukafallsfrumlög, og fallmörkun for-
setninga að mestu leyti.27 Föll í íslensku eru yfirleitt alltaf stýrð,2K en
geta verið stýrð á mismunandi hátt. Þannig getur þolfall t. d. verið
stöðubundið sem andlagsfall og orðstýrt sem frumlagsfall.
í reynd þarf ekki að breyta miklu hvort stýrðir þættir hafa alltaf
sömu merkingu eða inntak, eða hvert er t. d. inntak þágufalls í ís-
lensku? Það sem skiptir hér máli er frekar hvort öll les sem það eiga
að geta, komi fyrir í hverju því umhverfi þar sem stýringin krefst
viðkomandi beygingarþáttar.
Valið eða stýringin getur snert misstórt svið. Valþættir eru sem
fyrr segir stundum einskorðaðir við eitt orð, en stundum yfirfærðir
á önnur orð með stýringu. Val á setningafræðilegu hlutverki eða
stöðu hefur áhrif á fallmörkun heilla setningarliða (stöðubundin
föll). Stundum snertir líka valþáttur gerð setningarinnar í heild og
áhrifin ná út yfir eiginlega stýringu. Þolmynd (þar sem hún er beyg-
ingarleg, t. d. í latínu) er t. d. val sem hefur víðtækar afleiðingar,
og varðar aftur fallmörkun þess sem verður frumlag. Stigbreyting
lýsingarorða er einnig val sem hefur áhrif á gerð setningarinnar,
þannig að miðstig kallar á öðru vísi „samanburðarlið“ en efsta stig
(,stœrri en — stærstur a/(eða eignarfall)).
Þar sem sögnin er „kjarni“ eða meginás setningarinnar, eru það
ekki síst ýmsar beygingarformdeildir sagna, svo sem háttur og ein-
mitt mynd, sem tengjast grunnþáttum setningarinnar, byggingu
hennar og tegund. Með því að ákvarða þessar formdeildir er jafn-
framt gert út um ýmis önnur atriði í setningunni, svo sem orðaröð
og föll, og hvort taka verður með geranda (hann þarf t. d. ekki að
koma fram með boðhætti eða í þolmynd). Á þessu „frumstigi“ eru
þannig valmöguleikarnir mestir, stýring vart fyrir hendi enn. Hér er
komið nálægt vali kjarnaorða, þ. e. hinna merkingarríkustu lesa í
26 Benda má á að stýring hér er ekki það sama og „Government" í Government
and Binding-kenningunni (Chomsky 1981).
27 Ýmsar forsetningar geta tekið fleiri föll en eitt, t. d. Gunna kom meö Jón —
Gunna kom með Jóni, keyra í bœnum — i bœinn. Oft er þó fallmörkunin bundin af
vali annars staðar í setningunni, t. d. setja bókina á borðið — bókin liggur á borðinu.
2K Undantekning er tíma- og leiðarþolfall: allan daginn, alla leiðina.