Íslenskt mál og almenn málfræði - 01.01.1986, Síða 83
Mörk orðmyndunar og beygingar 81
setningunni. Nú er val einmitt aðaleinkenni lexíkonsins, svo þessir
„dýpstu“ þættir eru næstir því ef svo má segja.
Annað atriði en val eða stýring sem hefur áhrif á hæfileika beyg-
ingarþáttar til að mynda paradigma, eru merkingartengsl lessins og
beygingarþáttarins, hve inntak beygingarþáttarins samverkar mik-
ið við merkingu Iessins.21' Sé þessi samverkan sterk, er frekar hægt
að tjá heildina með sérstöku lesi. Peir beygingarþættir sem minnst
eru háðir merkingu lessins ættu að eiga auðveldast með að mynda
paradigma. Þetta á fyrst og fremst við um valþætti. Hvað varðar
stýrða þætti getur samverkan af þessu tagi leitt til ófullkominna
paradigma, þ. e. að inntakið kalli aldrei á suma formlega hugsan-
lega liði, en það skiptir litlu máli fyrir viðfangsefnið hér.
Til að skýra hvað átt er við með samverkan merkingar má líta á
nokkra beygingarþætti sagna. Tíð, sem er valþáttur, er í rauninni
ekki tengd sögninni sem slíkri merkingarlega, heldur setningunni í
heild. Hinir ýmsu sagnarverknaðir geta yfirleitt átt sér stað í hinum
ýmsu tíðum. Annar valþáttur getur verið háttur. Viðtengingarhátt-
ur er oft stýrður af aukatengingum, en þegar hann er valþáttur
táknar hann afstöðu talandans til alls þess sem tjáð er í setningunni
og er því mjög óháður merkingu sagnarinnar. Boðháttur felur
(prótotýpiskt) í sér skipun um að viðmælandinn geri eitthvað sem
honum er þá sjálfrátt, og er því mjög háður merkingu sagnarinnar.
Horf er þáttur sem samverkar mjög við merkingu sagnarinnar.
Dúratífur eða þaninn verknaður getur t. d. auðveldlega verið tjáð-
ur með öðru lesi, þar sem hann getur myndað merkingarlega sam-
stætt les, t. d. lesa — stúdera. Persóna er stýrður þáttur í sögnum.
Yfirleitt er ekki þörf á að lýsa öðrum en mannlegum athöfnum í
öðrum persónum en 3. persónu. í veðurfarssögnum er t. d. ekki
nauðsyn á 1. og 2. persónu (*þú snjóar) og yfirleitt ekki í ýmsum
öðrum sögnum um náttúrleg ferli, t. d. l'þúfúnar.
Þannig virðist Ijóst að hinir einstöku beygingarþættir eru inntaks
síns vegna misvel hæfir til að vera paradigmatiskir, þ. e. mynda
beygingu. í fyrsta lagi eru stýrðir þættir hæfari til þess en valþættir.
Valhlið tungumálsins snýr mest að merkingunni, og merkingin er
fyrst og fremst tjáð með uppflettiorðum. Því fjær valinu sem farið
29 Eftir að ég gekk frá handriti þessarar greinar sá ég að Bybee (1985) hefur fjall-
að um þessa samverkan merkingar, sem hún kallar „relevance". Bybee styðst við
rannsókn álbeygingarkerfi fjölmargra mála, en ekki sýnist mér við sammála í öllu.