Íslenskt mál og almenn málfræði - 01.01.1986, Síða 84
82 Kjartan Ottósson
er, því auðveldara er að mynda paradigma. í öðru lagi á beygingar-
þáttur auðveldast með að hafa paradigmatiska eiginleika þegar inn-
tak slíks þáttar er sem minnst tengt merkingu lessins. Ætla má að
yfirfærðir sambeygingarþættir séu ósjálfstæðastir. Helst er hægt að
hugsa fyrir þeim síðast við myndun setninga, og sterk þörf að þá
megi tengja hvaða viðeigandi lesi sem er, t. d. að lýsingarorð geti
staðið í öllum kynjum.1"
Það inntak miðmyndar, sem gerð verður grein fyrir í 3.2, gerir
henni erfiðara fyrir að mynda beygingu. Miðmynd er semsé valþátt-
ur og hefur mikið samspil við merkingu lessins sjálfs. Þetta verður
að hafa í huga þegar dregnar verða niðurstöður af könnun á eigin-
leikum miðmyndar hér að lokum.
1.2.6 Staldrað við
Hér er lögð til grundvallar sú skilgreining á mun orðmyndunar og
beygingar, að orðmyndun lýsi tengslum milli lesa (sé ,,lexíkölsk“),
en beyging myndi paradigma eins less (sé ,,paradigmatisk“). Af
þessari skilgreiningu leiðir þrjú greinimörk beygingar, sem notuð
verða hér í 3. kafla: 1) að aðlegðarmengi beygingarinnar þurfi ekki
að afmarka sérstaklega, 2) að merking liðanna í paradigma sé fyrir-
segjanleg og 3) að hljóðmynd liðanna sé fyrirsegjanleg. Ákveðnar
algengar undantekningar frá þessu sem fjallað var um í 1.2.3, fyrst
og fremst tilvist beygingarflokka, þurfa ekki að hafa áhrif á flokk-
unina. Inntak miðmyndar gerir henni hins vegar, að því er ætla má,
erfiðara fyrir að vera paradigmatisk.
Útúrdúr
Það er stundum nefnt sem greinimark að tákn beygingarformdeilda séu utar i orð-
inu en orðmyndunarviðskeyti (Bergenholtz & Mugdan 1979:143, sbr. 188, sbr. Aro-
noff 1976:2). Þetta er þó í rauninni ekkert greinimark, heldur lýsir tilhneigingu, því
sem venjulegt er, eins og kemur skýrt fram hjá sumum höfundum (t. d. Nida
1949:99, Robins 1964:261). Þarsem þetta atriði snertir hins vegar beint viðfangsefni
þessarar greinar skal litið nokkru nánar á það.
Þetta dreifingarmunstur hefur aðeins hagnýtt gildi þegar tungumál er greint í
fyrsta skipti, með því að þá getur það gefið vísbendingar um það, hvar helst er að
vænta beygingarmyndana og hvar orðmyndunarmyndana. Þetta á þó aðeins við þeg-
ar rót bætir við sig fleiri myndönum en einu, og segir ekkert um það, hvar á að draga
30 Sem dæmi má nefna að þar sem málfræðilegt kyn fylgir ekki nema að takmörk-
uðu leyti líffræðilegu kyni er mikil þörf á að sérhvert lýsingarorð geti staðið í öllum
kynjum, t. d. kasóléttur kvenmaður, rauðskeggjuð hetja.